Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2013 | 14:30

Rolex-heimslistinn: Pettersen komin í 2. sætið – Ko í 5. sæti!!!

Suzann Pettersen er nú komin í 2. sæti Rolex-heimslistans, sem er listi yfir bestu kvenkylfinga í heimi, eftir sigur sinn á Evian Masters risamótinu.

Pettersen er ekki sú eina sem stekkur hátt en þetta er besti árangur hennar á Rolex-heimslistanum ….. hinn 16 ára áhugamaður frá Nýja-Sjálandi, Lydia Ko, sem varð í 2. sæti á Evian Masters fer úr 8. sætinu í 5. sætið á Rolex heimslistanum!!!

Það sem meira er…. aðeins munar 0.04 stigum á Ko og þeirri sem er í 4. sætinu NY Choi, sem sýnir bara hversu ótrúlega góð þessi unga, litla dama frá Nýja-Sjálandi er!!!

Það eru aðeins Inbee Park og NY Choi sem halda sömu sætum og fyrir viku.  Flestar breytingar eru um eitt sæti upp eða niður en stærsta hreyfingin fyrir utan er Ko, hreyfingin á Catrionu Matthew úr 7. sætið niður í 10. sætið.  En hvernig sem á það er litið þá er Matthew aðeins 0.52 stigum á eftir Karrie Webb sem er í 7. sæti nú.

Hér á eftir má sjá stöðu 10 efstu kvenna á Rolex-heimslistanum, stigafjölda þeirra og í hvaða sæti þær lentu á Evian Masters risamótinu: 

1. Inbee Park, Suður-Kórea, 12.53, T-67

2. Suzann Pettersen, Noregur, 10.72, 1. sæti

3. Stacy Lewis, Bandaríkin, 9.85, T-6

4. Choi Na-yeon, Suður-Kórea, 7.45, T-44

5. Lydia Ko, Nýja-Sjáland, 7.41, 2. sæti

6. Ryu So-yeon, Suður-Kórea, 7.33, T-4

7. Karrie Webb, Ástralía, 6.11, T-5

8. Feng Shanshan, Kína, 5.67, T-11

9. I.K. Kim, Suður-Kórea, 5.64, T-19

10. Catriona Matthew Skotlandi, 5.59, T-64   (T er skammstöfun á tied á ensku sem þýðir að viðkomandi kylfingur hefir verið jöfn öðrum kylfingi/kylfingum í mótinu).