Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2013 | 13:45

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín, Hrafn, Ragnar Már og Sigurður Gunnar hefja leik í mótum vestra í dag

Haraldur Franklín Magnús GR, og golflið Louisiana Lafayette hefja leik í dag á Columbia Regional Preview, í The Club at Old Hawthorne, í Columbia, Missouri.

Fylgjast má með Haraldi Franklín og golfliði Louisiana Lafayette með því að SMELLA HÉR: 

Ragnar Már Garðarsson, GKG og Mc Neese.

Ragnar Már Garðarsson, GKG og Mc Neese.

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese State, kúrekarnir eða The Cowboys, hefja leik á Ram Masters Invitational, í Fort Collins Country Club, í Fort Collins, Colorado.

Fylgjast má með Ragnari Má og golfliði McNeese, með því að SMELLA HÉR: 

Golflið Faulkner

Golflið Faulkner

Loks hefja Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012  og Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK og golflið Faulkner leik á Emmanuel Tourney í Hartwell, í Georgíu í dag.

Því miður fannst enginn tengill á það mót en Golf 1 mun færa ykkur fréttir af úrslitum úr mótinu um leið og þær berast.