Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2013 | 15:25

Ólafur náði ekki niðurskurði – lauk leik í 30. sæti

Ólafur Björn Loftsson, NK, tók þátt í 1. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fór í Hardelot (Les Pins velli), í Frakklandi (heimavelli Andreu Ásgrímsdóttur, golfkennara).

Ólafur Björn lék á samtals 2 yfir pari, 286 höggum (73 67 72 74).

Niðurskurður var miðaður við parið og aðeins 24 efstu sem komust áfram á 2. stig.

Þetta er alger synd því Ólafur Björn byrjaði svo vel og aðeins 2 högg sem munar að hann komist áfram á 2. stig úrtökumótsins, sem Birgir Leifur Hafþórsson, GKG er kominn á.

Til þess að sjá lokastöðuna í úrtökumótinu í Hardelot  SMELLIÐ HÉR: