Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2013 | 07:00

Leikjum Forsetabikarsins á 2. degi frestað vegna myrkurs

Í gær tókst aðeins að ljúka 2 leikjum á 2. degi Forsetabikarsins en hætta varð keppni vegna myrkurs.

Þeim leikjum sem eftir eru verður lokið í dag og síðan fram haldið með 3. umferð.

Þeir leikir sem tókst að ljúka í gær voru leikir þeirra Phil Mickelson og Keegan Bradley sem unnu einhverja sterkustu keppendur Alþjóðaliðsins, Jason Day og Graham DeLaet 4&3

Síðan unnu reynsluboltinn í Alþjóðaliðinu Ernie Els ásamt nýliðanum frá Zimbabwe, Brendon de Jonge þá Hunter Mahan og Bill Haas, 4&3.

Fjórum leikjum er ólokið:

Spieth og Stricker eiga e.t.v. aðeins eftir að spila 1 holu en staðan er vænleg fyrir þá þeir eru 3 up eftir 14 holur gegn Suður-Afríkumönnunum Branden Grace og Richard Sterne.

Angel Cabrera og annar nýliðanna í Alþjóðaliðinu Ástralinn Marc Leishman hafa nauma forystu gegn þeim Webb Simpson og Brandt Snedeker 1 up eftir 13 holur.

Tiger og Kuchar hafa þægilegt forskot á þá Oosthuizen og Schwartzel eru 3 up eftir 12 holur.

Loks er næsta öruggur sigur Alþjóðaliðsins í leik þeirra Adam Scott og Hideki Matsuyama gegn Jason Dufner og Zach Johnson en Alþjóðaliðið er 4 up eftir 11 holur.  Kannski fer leikurinn ekki nema á 14 …. en annars er ómögulegt að spá nokkru í holukeppni.

Samt er hér lögð fram spá svona til skemmtunar en miðað við stöðuna eins og hún er núna og að því gefnu að ekkert breytist í framangreindum leikjum þá ætti staðan eftir 2. dag að vera Bandaríkin 6,5 – Alþjóðaliðið 5,5.

Til þess að sjá endanlega stöðu eftir 2. dag á skortöflu SMELLIÐ HÉR: