Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2013 | 15:00

Ren yngstur í gegnum niðurskurð

Ren Okazaki er nafn sem eflaust segir flestum golfáhugamanninum ekki neitt.

Leggið nafnið á minnið og munið hvar þið heyrðuð það fyrst; hér á Golf 1.

Ren Okazaki er 14 ára japanskur strákur sem er sá yngsti til þess að komast í gegnum niðurskurð á japanskri mótaröð JGTO.

Litið er á þennan unga strák sem hinn nýja Ryo Ishikawa.

Skólastrákurinn Okazaki, komst í gegn á skori upp á 7 yfir pari 79 höggum á 2. hring í Tokai Classic í mótinu í  Aichi sýslu og varð jafn öðrum í 49. sæti á samtals 6 yfir pari af 150 keppendum í Miyoshi Country Club. Hann rétt slapp í gegnum niðurskurð… en skorið dugði!

Okazaki er strákur, sem við eigum eflaust eftir að heyra meira af í framtíðinni …. og verður gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Alþjóðalið Forsetabikarins eftir e.t.v. aðeins 4 ár!