Kristján Þór er klúbbmeistari GKJ 2013
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2013 | 12:15

Afmæliskylfingar dagsins: Arnar, Bjarney og Nína Björk – 4. október 2013

Þetta er stór afmælisdagur kylfinga þ.e. það eru margir frábærir kylfingar, sem eiga afmæli í dag. Þegar unnið er alla daga við að skrifa afmælisgreinar sést fljótt að suma daga er varla hægt að finna kylfing sem fæddur er á viðkomandi degi og svo aðra daga, sem margir stórkylfingar eru fæddir á. Þeir sem fæddir eru í dag virðast fæddir undir stórri golfstjörnu!!!

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír í dag, en þeir eiga allir stórafmæli. Bjarney Guðmundsdóttir er fædd 4. október 1953 og á því 60 ára merkisafmæli í dag.

Arnar Jónsson, GL, er fæddur 4. október 1973 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Hann er af stórri og mikilli golffjölskyldu á Skaganum en systur hans eru m.a. Valdís Þóra, margfaldur klúbbmeistari GL og m.a. Íslandsmeistari í höggleik 2012 og Friðmey Jónsdóttir, sem líka hefir orðið klúbbmeistari GL.

Síðast en ekki síst á Nína Björk Geirsdóttir, GKJ stórafmæli en hún er fædd 4. október 1983 og á því 30 ára stóramæli í dag. Hún er m.a. klúbbmeistari GKJ 2013 og þá eru ótalin öll önnur afrek hennar á golfsviðinu.

Komast má á heimasíðu tveggja afmæliskylfinga dagsins til þess að óska þeim til hamingju með daginn hér að neðan:

Arnar Jónsson (40 ára)
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bonnie Bryant, 4. október 1943 (70 ára stórafmæli!!!);  Sherri Turner, 4. október 1956  (sigurvegari í LPGA meistaramótinu 1988 – 57 ára í dag);  Patti Berendt, 4. október 1963 (50 ára stórafmæli!!!); Helgi Jóhannsson, 4. október 1963 (50 ára stórafmæli!!!); Jenny Sevil, (áströlsk), 4. október 1963 (50 ára stórafmæli!!!!);  Lucas Parsons, 4. október 1969 (44 ára);  ;  Gary Boyd, 4. október 1986 (26 ára);  Jessica Yadloczky, 4. október 1988 (24 ára) …… og …….
 

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is