Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2013 | 23:00

Meginlandið 5 1/2 – Lið Breta/Íra 4 1/2

Nú er 2. degi á Seve Trophy lokið.  Lið Meginlandsins heldur enn forystunni, en naumri samt, lið Breta/Íra sækir á og nú er munurinn milli liðanna aðeins 1 vinningur.

Hér eru úrslit dagsins:

Simon Khan og Paul Casey unnu Mikko Ilonen og Thorbjörn Olesen 3 & 2.

David Lynn og Scott Jamieson unnu Francesco Molinari og Matteo Manassero 1&0.

Jamie Donaldson og Marc Warren unnu Thomas Björn og Miguel Ángel Jiménez stórt 4 & 2.

Þeir leikir sem lið Meginlandsins vann voru eftirfarandi:

Joost Luiten og Grégory Bourdy unnu Tommy Fleetwood og Chris Wood 1&0.

Nicolas Colsaerts og Gonzalo Fdez-Castaño unnu Paul Lawrie og Stephen Gallacher risastórt 6&5.