Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2013 | 19:00

GS: Eyþór og Jón Bjarki sigruðu á 1. móti Haustmótaraðar GS Bílahótel

Í dag, 6. október 2013,  fór fram 1. mót í Haustmótaröð GS Bílahótel. Þátttakendur voru 50, þar af 3 kvenkylfingar. Leikfyrirkomulag var hefðbundið höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Það var Eyþór Ágúst Kristjánsson, GOB,  sem sigraði í höggleiknum en hann spilaði Leiruna á 3 yfir pari, 75 höggum. Í punktakeppninni var Jón Bjarki Sigurðsson, GO, hlutskarpastur en hann fékk hvorki fleiri né færri en 44 punkta. Úrslit í heild í punktakeppninni voru eftirfarandi:  1 Jón Bjarki Sigurðsson GO 16 F 19 25 44 44 44 2 Árni Zophoníasson GKG 18 F 19 21 40 40 40 3 Eyþór Ágúst Kristjánsson GOB 7 F 20 20 40 40 40 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2013 | 15:00

GG: Guðmundur Rúnar og Sverrir sigruðu í Opna haustmóti Grindarinnar

Þá er fyrsta haustmótinu hjá GG lokið, þ.e. Opna haustmót Grindarinnar en það fór fram í gær, laugardaginn 5. október 2013. Leikformið var höggleikur og punktakeppni með forgjöf. Þátttakendur voru 58, 53 karl-og 5 kvenkylfingar. Helstu úrslit eru hér (öll úrslit að neðan) / Verðlaunahafar feitletraðir: 1.sæti höggleikur. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson klúbbmeistari GS 2011 og 2013, 68 högg. 1.sæti punktakeppni. Sverrir Auðunsson GG 37 punktar. 2.sæti punktakeppni. Bjarni Andrésson GG 35 punktar. 3.sæti punktakeppni. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, 34 punktar (tók ekki verðlaun í punktakeppninni – vegna sigurs í höggleiknum). 4.sæti punktakeppni. Friðrik Friðriksson GKG 34 punktar. 5. sæti punktakeppni. Ragnar Lárus Ólafsson GS 34 punktar. 6. sæti punktakeppni. Finnbogi Einar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2013 | 14:30

14-8 fyrir Bandaríkin í Forsetabikarnum

Fyrir tvímenningsleikina, sem voru að hefjast, er staðan í Forsetabikarnum 14-8 fyrir lið Bandaríkjanna. Það þarf kraftaverk til þess að Alþjóðaliðið beri sigur úr býtum, en til þess þarf það að sigra í 7 af 12 tvímenningsleikjum sem eftir eru, en það er nánast útilokað. Hinir leikirnir yrðu þá allir að falla á jöfnu. Enginn sigur Bandaríkjanna?  Nánast útlilokað eins og segir!!! Eini leikurinn í síðdegisleikjum 3. dags, sem kláruðust nú í morgun, en var frestað í gær vegna myrkurs í gær, sem vannst var leikur Ernie Els og Brendon de Jonge gegn Tiger og Matt Kuchar. Els og de Jonge unnu leikinn mjög tæpt 1&0 en svona er bara Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2013 | 14:12

Lokatölur í Seve Trophy: Meginlandið 15 – Lið Breta/Íra 13

Annar sigur Meginlands Evrópu vannst í dag á golfvelli Saint-Nom-la Bretèche í París, Frakklandi á Seve Trophy,  en lið frá Meginlandinu hefir ekki sigrað í 13 ár, eða frá árinu 2000 á opnunarmóti Seve Trophy. Francesco Molinari var að setja niður sigurpúttið! Nokkuð skondið er að hann setti sigurpúttið niður gegn Wood og hann setti niður sigurpúttið gegn Woods í Rydernum 2010! Í viðtali eftir sigurinn sagðist hann ekki vita hvort hann gæti gert það í þriðja sinn vegna taugatitrings! José María Olázabal fyrirliði liðs Meginlandsins sagði m.a. eftir að sigurinn var í höfn að hann væri í tilfinningauppnámi, þetta hefði verið erfiður dagur, strákarnir hefðu spilað vel og hann væri mjög ánægður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2013 | 14:00

Forsetabikarinn í beinni

Nú er komið aftur að því „Ryder bikarskeppni“ Bandaríkjanna gegn afganginum af heiminum nema Evrópu. Forsetabikarinn fer líkt og Ryderinn fram 2. hvert ár. Fyrir árþúsundsskiptin 2000 fór Forsetabikarinn alltaf fram á sléttum árum þ.e. 1994, 1996, 1998 og 2000 en eftir það á oddatöluárum, fyrst 2003, 2005, 2007, 2009, 2011 og nú í 10. sinn 2013! Kannski að Bandaríkin jafni sig aðeins eftir „kraftaverkið í Medinah“ þ.e. Ryderinn 2012 og rúlli yfir aumingja Alþjóðaliðið, líkt og oft áður. Þetta er  líkt og áður segir í 10. sinn sem Forsetabikarinn fer fram frá árinu 1994 og af þeim 9 skiptum sem keppnin hefir verið haldin hafa Bandaríkin sigrað 7 sinnum, 1 sinni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Valdís Arnórsdóttir – 6. október 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Valdís Arnórsdóttir, Valdís fæddist 6. október 1972 og á því 41 ára afmæli í dag!!!  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Valdís Arnórsdóttir  (41 árs – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John O. Barnum, f. 6. október 1911 – d. 30. október 1996; Alice Bauer, 6. október 1927 – d. 6. mars 2002 (einn af stofnendum LPGA); Pam Kometani, 6. október 1964 (49 ára); Martha Richards, 6. október 1969 (44 ára);  Valur Dan Jónsson, GO, 6. október 1981 (32 ára) ….. og …… Birgir Hermannsson (43 ára) Stjörnuljós Ehf (31 árs) Ásdís Helgadóttir (53 ára) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2013 | 11:00

Meira af konum og kærestum Forsetabikarskylfinga

Það sem er skemmtilegt við liðakeppnir í golfinu á borð við Forsetabikarinn og Seve Trophy að á þannig samkundum koma stjörnukylfingarnir oftar en ekki með konur og kærestur og hægt að upplifa þá í meiri breidd þ.e. þeir koma með stóran hluta af lífi sínu á golfvöllinn, konur, kærestur og oft börn. Öllu tjaldað til. Konur og kærestur, ekki síður en kylfingar eru í eins búningum, á meðfylgjandi mynd má t.a.m. sjá konur og kærestur í fánalitum Bandaríkjanna, allar í samskonar rauðum gúmmístigvélum, hvítum buxum og bláum bolum eða jökkum. Þetta sýnir samheldni og samstöðu og virkar hvetjandi á þá sem keppa. Nadine Moze (kæresta Fred Couples) sagði jafnvel á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2013 | 10:55

WAGS-in á Forsetabikarnum

WAGs hvað er það? Það er slæm íslenska, reyndar ekki íslenska – heldur stytting úr ensku, sem fullum fetum þýðir Women and Girlfriends þ.e. konur og kærestur. Nú eru konur og kærestur kylfinganna komnar á Forsetabikarinn til þess að styðja menn sína síðustu metrana. Golf Digest hefir tekið saman myndaseríu af WAGS-unum. Til þess að sjá þessa myndaseríu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2013 | 10:00

Khan dregur sig úr Seve Trophy

Staðan í Seve Trophy er nú 9 1/2 – 9 1/2. Ástæðan: Simon Khan í liði Breta/Íra varð að hætta keppni þar sem hann er kvalinn af bakmeiðslum. Það er enginn sem kemur í stað Khan; í stað þess mun Thomas Björn í liði Meginlandsins ekki keppa og hvort lið fær hálfan vinning. Staðan er því enn jöfn þegar eftir eru 11 tvímenningsleikir á Saint-Nom-la Brèteche í París. Sam Torrance, fyrirliði liðs Breta/Íra sagði: „Simon getur ekki spilað meiddur, hann getur ekki einbeitt sér að höggunum og hann er miður sín en hann verður að draga sig úr keppninni.  Í umslagi (liðs Meginlandsins) var Thomas Björn og mun hann ekki Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2013 | 08:00

Tiger og Kuchar spila vel saman

Tiger og Matt Kuchar eru þeir einu sem búnir eru að vinna alla 3 leiki sína í Forsetabikarnum (ens. President´s Cup). Þegar keppt er í liðakeppni sem Forsetabikarnum þá hlýtur að vera erfitt að finna spilafélaga fyrir Tiger. Hann hafði einfaldlega á tímabili svo mikla yfirburði yfir aðra kylfinga, er enn svo mikil stjarna, hörkukeppnismaður og alls ekki allra. Bara við það að keppa við Tiger í venjulegum mótum og vera með honum í ráshóp fær meðalstjörnukylfinginn til þess að missa einbeitinguna. En samstarfið við nr. 8 á heimslistanum, heimsmeistarann í holukeppni 2013, Matt Kuchar, virðist bara hafa gengið með ágætum. Í dag halda þeir félagar áfram þar sem frá Lesa meira