Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2013 | 14:00

Forsetabikarinn í beinni

Nú er komið aftur að því „Ryder bikarskeppni“ Bandaríkjanna gegn afganginum af heiminum nema Evrópu. Forsetabikarinn fer líkt og Ryderinn fram 2. hvert ár. Fyrir árþúsundsskiptin 2000 fór Forsetabikarinn alltaf fram á sléttum árum þ.e. 1994, 1996, 1998 og 2000 en eftir það á oddatöluárum, fyrst 2003, 2005, 2007, 2009, 2011 og nú í 10. sinn 2013!

Kannski að Bandaríkin jafni sig aðeins eftir „kraftaverkið í Medinah“ þ.e. Ryderinn 2012 og rúlli yfir aumingja Alþjóðaliðið, líkt og oft áður. Þetta er  líkt og áður segir í 10. sinn sem Forsetabikarinn fer fram frá árinu 1994 og af þeim 9 skiptum sem keppnin hefir verið haldin hafa Bandaríkin sigrað 7 sinnum, 1 sinni var jafnt með liðunum (árið 2003 þegar keppnin fór fram í Fancourt í Suður-Afríku) og 1 sinni hefir Alþjóðaliðið unnið sælla minningar (en það var árið 1998 í Royal Melbourne Club í Ástralíu).

A.m.k. eru Bandaríkjamenn með sterkara lið ef aðeins er farið eftir stöðu leikmanna á heimslistanum, með 6 á móti 1 í Alþjóðaliðinu á topp-10 listans:

Í liði Bandaríkjanna eru: Tiger Woods (nr. 1); Phil Mickelson (nr. 3); Steve Stricker (nr. 7); Matt Kuchar (nr. 8); Brandt Snedeker (nr. 9); Jason Dufner (nr. 10); Zach Johnson (nr. 11);  Keegan Bradley (nr. 15); Jordan Spieth (nr. 21); Webb Simpson (nr. 24); Hunter Mahan (nr. 26) og Bill Haas (28).

Í Alþjóðaliðinu eru: Adam Scott (nr. 2); Jason Day (nr. 16);  Charl Schwarzel (nr. 19); Ernie Els (nr. 23); Louis Oosthuizen (nr. 29); Hideki Matsuyama (nr. 30); Graeme deLaet (nr. 32); Branden Grace (nr. 38); Richard Sterne (nr. 41); Angel Cabrera (nr. 51) Marc Leishman (nr. 61);  Brendon de Jonge (nr. 63)

Hæst rankaði kylfingurinn í liði Bandaríkjanna, Bill Haas,  stendur framar 7 liðsmönnum Alþjóðaliðsins þannig að hér er mikið ójafnvægi í liðsstyrk (heimslistalega séð).  Það væri stórkostlegt afrek ef Alþjóðaliðinu tækist að halda jöfnu gegn sterku liði Bandaríkjanna!

Bein útsending frá Forsetabikarnum hófst kl. 7:00.

Til þess að sjá Forsetabikarinn í beinni (veljið iLive og…)  SMELLIÐ HÉR: 

Tengill inn á heimasíðu Forsetabikarsins SMELLIÐ HÉR: