Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2013 | 14:12

Lokatölur í Seve Trophy: Meginlandið 15 – Lið Breta/Íra 13

Annar sigur Meginlands Evrópu vannst í dag á golfvelli Saint-Nom-la Bretèche í París, Frakklandi á Seve Trophy,  en lið frá Meginlandinu hefir ekki sigrað í 13 ár, eða frá árinu 2000 á opnunarmóti Seve Trophy. Francesco Molinari var að setja niður sigurpúttið!

Nokkuð skondið er að hann setti sigurpúttið niður gegn Wood og hann setti niður sigurpúttið gegn Woods í Rydernum 2010! Í viðtali eftir sigurinn sagðist hann ekki vita hvort hann gæti gert það í þriðja sinn vegna taugatitrings!

José María Olázabal fyrirliði liðs Meginlandsins sagði m.a. eftir að sigurinn var í höfn að hann væri í tilfinningauppnámi, þetta hefði verið erfiður dagur, strákarnir hefðu spilað vel og hann væri mjög ánægður að hafa unnið.

Sigurlið Meginlandsins á Seve Trophy 2013 skipuðu þeir: Matteo ManasseroMiguel Ángel Jiménez, Thomas BjørnFrancesco Molinari, Nicolas Colsaerts, Joost Luiten, Mikko Ilonen, Thorbjörn Olesen, Grégory Bourdy og Gonzalo Fdez-Castaño.

Liðsmenn Meginlandsins voru frá 7 þjóðum Evrópu: Ítalíu, Spáni, Danmörku, Belgíu, Hollandi, Finnlandi og Frakklandi.

Þess mætti geta hér að Frakkinn, „heimamaðurinn“  Grégory Bourdy vann alla leiki sína, alla 5 leikina, en það hefir engum áður tekist í liði Meginlandsins í Seve Trophy!!!

Lið Breta/Íra sætti nokkurri gagnrýni þar sem það þótti ekki tefla fram sínu sterkasta liði þ.e. Rory McIlroy, Justin Rose, Lee Westwood, Graeme McDowell, Luke Donald, Ian Poulter og Martin Laird.  Hafa ber í huga að flestallir sem ekki tóku þátt voru „strákarnir hans José í kraftaverkinu í Medinah“ og talið að þeir hafi ekki viljað spila gegn fyrrum fyrirliða sínum. Slík er virðingin sem Olázabal nýtur!

Auk þess voru ýmsir skavankar að hrjá lið Breta/Íra en einn sterkasti kylfingurinn Simon Khan varð að draga sig úr mótinu með slæma bakverki og annar sterkur kylfingur, David Lynn, spilaði hálfslappur og tapaði leik sínum stórt fyrir snillingnum Jiménez.

Í tapliði Breta/Íra voru annars: Jamie Donaldson, David Lynn, Stephen Gallacher, Chris Wood, Paul Lawrie, Marc Warren, Scott Jamieson, Paul Casey, Tommy Fleetwood og Simon Khan.

Þeir sem voru hetjur Meginlandsins í dag og unnu leiki sína í tvímenningsleikjunum voru eftirfarandi:

1. Miguel Ángel Jiménez vann leik sinn gegn slöppum David Lynn 6&4

2. Matteo Manassero vann leik sinn gegn Stephen Gallacher 3&2

3. Nicolas Colsaerts vann leik sinn gegn Paul Casey 1&0

4. Grégory Bourdy vann leik sinn gegn Scott Jamieson 4&3

5. Francesco Molinari vann leik sinn gegn Chris Wood 3&2.

Leikir sem féllu á jöfnu:

Thomas Björn g. Simon Khan (hann dró sig úr mótinu með slæma bakverki)

Gonzalo Fdez Castaño g. Jamie Donaldson

Leikir sem lið Breta og Íra unnu í tvímenningnum voru eftirfarandi:

1. Tommy Fleetwood vann leik sinn gegn Joost Luiten 3&2.

2. Marc Warren vann leik sinn gegn Thorbjörn Olesen 4&3.

3. Paul Lawrie vann leik sinn gegn Mikko Ilonen 2&1.

Til þess að sjá lokastöðuna á Seve Trophy í tvímenningsleikjum 4. dags SMELLIÐ HÉR: