Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2013 | 14:30

14-8 fyrir Bandaríkin í Forsetabikarnum

Fyrir tvímenningsleikina, sem voru að hefjast, er staðan í Forsetabikarnum 14-8 fyrir lið Bandaríkjanna.

Það þarf kraftaverk til þess að Alþjóðaliðið beri sigur úr býtum, en til þess þarf það að sigra í 7 af 12 tvímenningsleikjum sem eftir eru, en það er nánast útilokað. Hinir leikirnir yrðu þá allir að falla á jöfnu. Enginn sigur Bandaríkjanna?  Nánast útlilokað eins og segir!!!

Eini leikurinn í síðdegisleikjum 3. dags, sem kláruðust nú í morgun, en var frestað í gær vegna myrkurs í gær, sem vannst var leikur Ernie Els og Brendon de Jonge gegn Tiger og Matt Kuchar.

Els og de Jonge unnu leikinn mjög tæpt 1&0 en svona er bara holukeppnin, það getur allt gerst!!!

Til þess að fylgjast með tvímenningsleikjunum í Forsetabikarnum, sem voru að byrja, á skortöflu SMELLIÐ HÉR: