Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2013 | 00:50

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst í 2. sæti á Wolfpack mótinu eftir 1. dag!!!!

Afmæliskylfingur dagsins, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU og Íslandsmeistari í holukeppni 2013, er afmælisdaginn við keppni á Wolfpack mótinu sem fram fer á Loonie Poole golfvellinum í Raleigh, Norður-Karólínu.  Guðmundur Ágúst er 21 árs í dag. Wolfpack mótið stendur dagana 7.-8. október 2013. Þátttakendur eru 90 frá 17 háskólum. Eftir fyrri dag keppninnar, þar sem spilaðir voru 2 hringir er Guðmundur Ágúst í 2. sæti í einstaklingskeppninni!!!! Guðmundur Ágúst lék fyrri hringinn á 68 höggum og seinni hringinn á 6 undir pari, 66 glæsihöggum og fékk hvorki fleiri né færri en 7 fugla og 1 skolla!!!  Stórglæsilegur árangur hjá Guðmundi Ágúst!!! Guðmundur Ágúst er að sjálfsögðu á besta skori ETSU, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2013 | 14:30

Afmæliskylfingur dagsins: Fannar Ingi Steingrímsson – 7. október 2013

Það er Fannar Ingi Steingrímsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Fannar Ingi er fæddur 7. október 1998 og er því 15 ára í dag. Fannar Ingi er í GHG, þ.e. Golfklúbbi Hveragerðis. Fannar Ingi spilaði á Íslandsbankamótaröðinni s.l. sumar með góðum árangri.  Sem fyrr tók Fannar Ingi einnig þátt í nokkrum mótum erlendis með góðum árangri. Þannig keppti hann í maí s.l. á US Kids European Championship sem fram fór á  golfvelli Luffness New Golf Club  í Skotlandi. Þar lauk Fannar Ingi keppni í 2. sæti. Eftirminnilegast af árinu er þó e.t.v. 2. mótið á Íslandsbankamótaröðinni, sem fram fór á Strandarvelli á Hellu.  Þar sigraði Fannar Ingi með glæsihring upp á 61 högg!!! Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2013 | 14:00

GK: Nýtt vallarmat á Hvaleyrinni

Nýtt vallarmat er komið á Hvaleyararvöll hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Við endurskoðunina leiðréttist matið nokkuð, t.a.m. hækkar vallarmatið um 0.9 á gulum teigum og um 1,5 á rauðum teigum. og 1 á hvítum teigum. Hér má sjá meira um hvernig forgjöfin breytist hjá kylfingum er þeir leika Hvaleyrarvöll. Nýja matið tók gildi nú 1. október.  Þá er að vona að kylfingum reynist auðveldara að lækka forgjöfina á Hvaleyrinni!

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2013 | 08:41

LPGA: Feng vann í Kína

„Heimakonan“ þ.e. kínverski kylfingurinn Shanshan Feng sigraði á upphafsmóti Reignwood Classic, sem fram hefir farið yfir helgina í Pinewood Valley golfklúbbnum í Peking, Kína. Eins og segir er þetta í fyrsta sinn sem Reignwood Classic mótið fer fram og var verðlaunafé mótsins $ 1,8 milljónir, sem ekki þætti mikið í karlagolfinu – Vinningspotturinn allur eins og fyrir efstu 2 sætin hjá karlkylfingunum á PGA. Shanshan Feng lék samtals á 26 undir pari, 266 höggum (70 64 64 68) en Pine Valley golfvöllurinn er par-73. Í 2. sæti varð bandaríski kylfingurinn Stacy Lewis aðeins 1 höggi á eftir á samtals 25 undir pari og í 3. sæti varð nr. 1á Rolex-heimslista Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2013 | 08:20

Bandaríska háskólagolfið: Sunna hefur keppni í dag á Lady Pirate

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon hefja keppni í dag á Lady Pirate mótinu í Greenville, Norður-Karólínu. Mótið er tveggja daga frá 7.-8. október 2013. Þátttakendur eru 90 frá 16 háskólum. Fylgjast má með gengi Sunnu í mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2013 | 08:15

Bandaríska háskólagolfið: Ari og Theodór hefja keppni í Missouri í dag

Ari Magnússon, GKG og Theodór Emil Karlsson, GKJ og golflið Arkansas Monticello hófu í gær leik á Heart of America Invitational á Keith Memorial golfvellinum í Warrensburg, Missouri. Mótið stendur dagana 7.-8. október 2013. Enginn tengill er inn á mótið en Golf 1 verður með úrslit um leið og þau liggja fyrir. Hér má þó sjá kynningarmyndskeið um mótið frá gestgjafa háskólanum SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2013 | 07:45

Næstum nakin kona á Muirfield

Athyglis- og sýniþörf sumra virðast lítil takmörk sett. Þannig hafa sumir gríðarlega þörf að opinbera strípiþörf sína á íþróttaleikjum og brjóta þannig á blygðunarsemi annarra, sem finnst slíkt lítið sniðugt. Annars er lítið annað vitað um hvatir stripplinga s.s. konunar sem hljóp næstum nakin um Muirfield Village á Forsetabikarnum, í engu öðru en G-streng og með bandaríska fánalímmiða yfir geirvörtunum. Ansi þjóðleg og ekki fór milli mála með hvoru liðinu kvenstripplingurinn hélt! Hún var í hörkueltingarleik við öryggisverði staðarins og viðbrögð við henni allt frá pirringi til skemmtunar. Þannig var Fred Couples fyrirliði liðs Bandaríkjanna einn þeirra sem virtist skemmta sér yfir uppátækinu a.m.k. virtist hann ekki kippa sér upp Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2013 | 07:30

Bandríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU hefja leik í dag á Wolfpack mótinu

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, og golflið ETSU, hefur í dag leik í Wolfpack mótinu, sem fram fer á Loonie Poole golfvellinum í Raleigh, Norður-Karólínu. Mótið stendur 7.-8. október 2013.  Þátttakendur eru 90 frá 17 háskólum. Fylgjast má með gengi Guðmundar Ágústs og golfliði ETSU með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2013 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur og félagar luku leik í 4. sæti á David Toms mótinu

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2012, Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette luku í kvöld leik á háskólamóti  í Baton Rouge, Louisiana; David Toms Intercollegiate. Mótið stóð dagana 5.-6. október og voru þátttakendur 69 frá 12 háskólum. Haraldur og golflið Louisiana Lafayette luku leik í 4. sæti og taldi skor Haraldar en hann var á 4. besta skori liðs síns. Í einstaklingskeppninni lauk Haraldur Franklín leik í 33. sætinu sem hann deildi með Travis Wilmore frá Louisiana Tech, en báðir voru. fyrir ofan miðju.  Haraldur lék á samtals 9 yfir pari, 225 höggum (72 75 78). Til þess að sjá lokastöðuna á David Toms Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2013 | 19:45

Bandaríkin unnu Forsetabikarinn 18,5-15,5

Bandaríska liðið sigraði  nú rétt í þessu í í 8. sinn af 10 Forsetabikarinn, en liðið var á heimavelli að þessu sinni, en mótið fór fram í Muirfield Village, í Ohio, Bandaríkjunum. Tvímenningsleikjum 4. og lokadagsins var að ljúka í þessu. Alþjóðaliðið vann eftirfarandi leiki: Adam Scott vann sinn leik gegn Bill Haas 2&1. Jason Day vann sinn leik gegn Brandt Snedeker 6&4. Ernie Els vann sinn leik gegn Steve Stricker 1&0 Charl Schwartzel vann sinn leik gegn Keegan Bradley 2&1. Marc Leishman vann sinn leik gegn Matt Kuchar 1&0. Graham deLaet vann sinn leik gegn Jordan Spieth 1&0. Lið Bandaríkjanna vann eftirfarandi leiki: Tiger Woods vann sinn leik gegn Lesa meira