Cybi Kuchar eiginkona Matt Kuchar; Lindsey Vonn kæresta Tiger og Nadine Moze kæresta fyrirliða Forsetabikarsliðs Bandaríkjanna Fred Couples
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2013 | 11:00

Meira af konum og kærestum Forsetabikarskylfinga

Það sem er skemmtilegt við liðakeppnir í golfinu á borð við Forsetabikarinn og Seve Trophy að á þannig samkundum koma stjörnukylfingarnir oftar en ekki með konur og kærestur og hægt að upplifa þá í meiri breidd þ.e. þeir koma með stóran hluta af lífi sínu á golfvöllinn, konur, kærestur og oft börn.

Öllu tjaldað til.

Konur og kærestur, ekki síður en kylfingar eru í eins búningum, á meðfylgjandi mynd má t.a.m. sjá konur og kærestur í fánalitum Bandaríkjanna, allar í samskonar rauðum gúmmístigvélum, hvítum buxum og bláum bolum eða jökkum.

Þetta sýnir samheldni og samstöðu og virkar hvetjandi á þá sem keppa.

Nadine Moze (kæresta Fred Couples) sagði jafnvel á Instagram síðu sinni að þær konurnar væru leyniþjónusta eiginmanna sinna (á ensku: Team Secret Service). En fyrst og fremst vilja allir stjörnukylfingarnir halda þessu á skemmtilegu nótunum og verja tíma með konum og börnum, sem þeir eru svo oft fjarverandi frá!