Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2013 | 08:41

LPGA: Feng vann í Kína

„Heimakonan“ þ.e. kínverski kylfingurinn Shanshan Feng sigraði á upphafsmóti Reignwood Classic, sem fram hefir farið yfir helgina í Pinewood Valley golfklúbbnum í Peking, Kína.

Eins og segir er þetta í fyrsta sinn sem Reignwood Classic mótið fer fram og var verðlaunafé mótsins $ 1,8 milljónir, sem ekki þætti mikið í karlagolfinu – Vinningspotturinn allur eins og fyrir efstu 2 sætin hjá karlkylfingunum á PGA.

Shanshan Feng lék samtals á 26 undir pari, 266 höggum (70 64 64 68) en Pine Valley golfvöllurinn er par-73.

Í 2. sæti varð bandaríski kylfingurinn Stacy Lewis aðeins 1 höggi á eftir á samtals 25 undir pari og í 3. sæti varð nr. 1á Rolex-heimslista kvenna Inbee Park á samtals 21 undir pari.

Í næstu sætum voru síðan Karrie Webb frá Ástralíu (3. sæti) á samtals 20 undir pari; Na Yeon Choi frá Suður-Kóreu(4. sæti) á samtals 16 undir pari og í 6. sæti varð síðan Yani Tseng á samtals 14 undir pari.

Til þessa að sjá lokastöðuna á Reignwood Classic SMELLIÐ HÉR: