Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2013 | 07:45

Næstum nakin kona á Muirfield

Athyglis- og sýniþörf sumra virðast lítil takmörk sett.

Þannig hafa sumir gríðarlega þörf að opinbera strípiþörf sína á íþróttaleikjum og brjóta þannig á blygðunarsemi annarra, sem finnst slíkt lítið sniðugt.

Stripplingurinn í eltingarleik við öryggisgæslu Muirfield Village

Öryggisgæslan í eltingarleik við stripplinginn í Muirfield Village, Ohio

Annars er lítið annað vitað um hvatir stripplinga s.s. konunar sem hljóp næstum nakin um Muirfield Village á Forsetabikarnum, í engu öðru en G-streng og með bandaríska fánalímmiða yfir geirvörtunum. Ansi þjóðleg og ekki fór milli mála með hvoru liðinu kvenstripplingurinn hélt!

Hún var í hörkueltingarleik við öryggisverði staðarins og viðbrögð við henni allt frá pirringi til skemmtunar.

Fred Couples kippir sér ekki upp við stripplinginn

Fred Couples kippir sér ekki upp við stripplinginn

Þannig var Fred Couples fyrirliði liðs Bandaríkjanna einn þeirra sem virtist skemmta sér yfir uppátækinu a.m.k. virtist hann ekki kippa sér upp við konuna…. enda stuðningsmaður liðs hans ….