Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2013 | 13:00

Jiménez mun verja titil á HK Open

Spánverjinn Miguel Angel Jiménez hefir staðfest að hann muni verja titil sinn á Hong Kong Open  5.-8. desember 2013.

Jiménez varð elsti sigurvegari í sögu Evrópumótaraðarinnar þegar hann vann titilinn í Hong Kong Golf Club í nóvember á síðasta ári, en þá var hann 48 ára og 318 daga gamall, þar sem hann bætti aldurmet Írans Des Smyth, sem fram að því var elstur sigurvegara þegar hann vann árið  2001 Madeira Islands Open.

Þetta var líka í 3. sinn sem Jiménez vinnur sama mót þ.e. Hong Kong Open, en áður hafði hann unnið í Fanling árin 2005 og 2008.

Jiménez sýndi meistaratakta á lokahringnum þegar hann lauk keppni á skori upp á 65 högg og varð 1 höggi á undan Svíanum Fredrik Andersson Hed.

„Það var heiður að sigra í Hong Kong á síðasta ári og setja nýtt Evrópumótsmet og ég hlakka mjög til þess að snúa aftur og verja titil minn,“ sagði Jiménez.

„Mér hefur gengið vel í Hong Kong Golf Club á undanförnum árum og það er staður sem ég elska að spila á. Ég elska borgina og orkuna frá henni en það er svo margt að sjá og gera þar. Golfvöllurinn er frábær og ég hef tilhneigingu til að spila vel þar þannig að auðvitað finnst mér gaman að koma aftur.“

„Saga klúbbsins er mjög sérstök og fólkið þar lætur mig finnast ég vera einstaklega velkominn.“

Jiménez hefir verið í ágætis formi eftir að hann náði sér eftir fótbrot fyrr á árinu, hann er fjórum sinnum búinn að vera meðal efstu 5 á mótum Evrópumótaraðarinnar, en þ.á.m. tapaði hann fyrir Joost Luiten í KLM Open og er í 17. sæti nú á stigalista Evrópu,  The Race to Dubai.

„Ég hef átt annað glæsitímabil og það myndi verða frábært að bæta þetta aldursmet og vinna aftur í Hong Kong,“ bætti Jiménez við.

Hong Kong Open fór fyrst fram árið 1959  og meðal þátttakenda í mótinu í gegnum tíðina hafa verið menn á borð við Tom Watson, Greg Norman, Colin Montgomerie, José María Olazábal, Ian Poulter og Rory McIlroy.

Fyrir þá sem eru að hugsa um að skella sér til Hong Kong í desember og fylgjast með Jiménez má panta miða á golfvöllinn á www.cityline.com og www.europeantour.com/tickets.