Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2013 | 09:15

Couples fyrirliði USA í Ryder Cup 2016?

Hafi komið á óvart að Tom Watson var valinn fyrirliði Bandaríkjanna í Ryder Cup, þá virðist á hinn bóginn augljóst hver leiðir bandaríska Ryder Cup liðið 2016 skv. Phil Casey á Irish Examiner.

Fred Couples hefir 5 sinnum tekið þátt í Ryder Cup, sem leikmaður, hann var tvívegis í vinnisngsliði, tvívegis í tapliði og var í liði Bandaríkjamanna þegar liðin skyldu jöfn á Belfry árið 1989.

Hann hefir líka sigrað 4 sinnum í röð í heimsbikarnum ásamt Davis Love frá árinu 1992.

Nú var Couples fyrirliði Bandaríkjanna í sigri liðsins gegn Alþjóðaliðinu í Forsetabikarnum í Muirfield Village, Ohio um s.l. helgi.

Þetta er í 3. sinn í röð sem liðið vinnur undir hans stjórn og þar áður var hann í 3 sigurliðum Bandaríkjanna í Forsetabikarnum.

Couples sagði að hann yrði ekki aftur fyrirliði í Forsetabikarnum og það er túlkað sem að hann gefi kost á sér sem fyrirliða í Ryder Cup 2016.

„Að vinna þrisvar í röð er nógu gott fyrir mig,“ sagði Couples, sem sagði jafnfram að „það er annað liðamót sem við höfum ekki unnið svo oft í röð“ á s.l. 20 árum. Lið Evrópu hefir sigrað síðustu 7 af 9 Ryder bikars mótum.

Eru líka einhver vandkvæði á að hinn 54 ára Couples verði fyrirliði bandaríska liðsins í Hazeltine?

Kannski aðeins Couples sjálfur en hann þykir meiriháttar svalur og á m.a. einu sinni að hafa sagt að  sér líkaði ekki að svara í símann vegna þess að það gæti einhver verið á hinum endanum.

Vill Couples yfirleitt taka á sig erfiðið í kringum Ryder Cup, þar sem hann verður að vera skuldbundinn í 2 ár áður en keppnin fer loks fram, en  spennan og stressið í kringum mótið er þar að auki a.m.k. helmingi meira en í kringum Forsetabikarinn?

Svo mikið er víst að ef bandarískir leikmenn liðsins fengu að verja sér fyrirliða sjálfir yrði Couples fyrirliði Ryder Cup 2016, svo vinsæll er hann!