Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2013 | 19:00

Golfvellir í Sviss: Verbier völlur með húsdýri!

Margir íslenskir kylfingar eru ekki kunnugir golfvöllum í Sviss, en líkt og í svissneskum ostum,  þá eru líka holur í golfvöllum í Sviss!!! 🙂

Í svissneska bænum Verbier eru tveir golfvellir.  Annar er staðsettur nálægt miðbæ Verbier og heitir  „les Moulins“. Þetta er frábær par-3 pitch og pútt-völlur.  Hann er allur upp í móti, reyndar ansi bratt og flatirnar eru örsmáar frímerkjaflatir, sem þarf mikla nákvæmni að hitta á.  Það kostar um 30 svissneska franka (u.þ.b. 4000 íslenskar krónur)  að spila hring á les Moulins – og verður seint sagt að hlutir í Sviss séu ódýrir og gildir það um golf sem annað.

Frá Verbier

Frá Verbier

Hinn golfvöllurinn í Verbier er  „les Esserts.“ Hann er í hæðunum ofan við bæinn og það verður að taka skuttluna frá klúbbhúsinu eða keyra upp í fjallið til þess að komast á 1. teig.  Síðan er að mestu spilað niðrí móti þ.e. allur völlurinn liggur í halla niður á við gee…. það eru til golfvallarhönnuðir sem hlusta á bænir kylfinga sinna líkt og Guðir!!!  en þetta er alveg frábært fyrir þá sem ekkert vilja hafa allt of mikið fyrir golfhringnum t.d. að hafa fyrir því að draga golfkerrurnar sínar…. þær rúlla næstum því sjálfkrafa niður hlíðina.   Síðustu 4 holurnar eru um 500 m göngu frá 13. flöt sem er meðfram vegi. Átjánda flötin er fyrir neðan klúbbhúsið.  Þar sem þetta er fjallagolfvöllur er hann aðeins opinn júní-október, ekki ólíkt og á stóru völlunum hér á Íslandi.

Ekki er mælt með að spila völlinn í júní, þá er hann yfirleitt að jafna sig og ekki kominn í það frábæra ástand sem hann er í rétt áður en allt deyr aftur, þ.e. best er að spila síðla hausts.  Á veturnar renna skíðamenn sér yfir völlinn!!! (Kjörinn staður fyrir Lindsey og Tiger!!!)  Það tekur vallarstarfsmennina a.m.k. dágóða stund að koma honum í gírinn aftur, þ.e. golfvellinum.

Fyrsti teigurinn er eins og segir upp í móti og spilað er yfir á. Síðan fer maður niður að 2. holu en þarf að ganga aftur upp á 3. teig (það er það eina, sem þarf að hafa fyrir…. OK undantekning frá öllum reglum). Brautirnar eru mjög þröngar og oft lendir bolti af 5. braut á 6. braut sem er þar fyrir neðan og maður verður að slá aftur upp á 5. braut, þ.e. les Esserts er völlur, sem er góður fyrir höggstutta, því boltinn rúllar endalaust niður í móti!

En eitt er það sem verður sérhverjum kylfingi sem spilar les Esserts ógleymanlegt – það er útsýnið frá þessum gullfallega velli + að þetta er frekar erfiður völlur þar sem margir boltar tapast ….. ekki síst vegna húsdýrs vallarins…. og þá er ekki átt við þær fjölmörgu beljur sem sjá má á beit frá vellinum. Sjá myndskeið um húsdýrið með því að SMELLA HÉR:  ….. en það er orðið heimsfrægt í Sviss!!!

Þeir sem vilja prófa völlinn/vellina í Verbier (líka er mælt með les Moulins) geta pantað rástíma í eftirfarandi númer (síma eða fax) eða farið inn á heimasíðuna þeirra:

Heimilisfang: 1936 VERBIER (CH) – Sími: +41(27)771.53.14 – Fax: +41(27)771.60.93 – Heimasíða:  golf.club@verbier.ch