Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2013 | 15:00

GK: Styrktarmót fyrir karlasveitina

Sunnudaginn 13. október fer fram á Hvaleyrarvelli styrktarmót fyrir karlasveit Keilis sem heldur á Evrópumót klúbbliða í Portúgal.

Síðasta mót gekk frábærlega og komust færri að enn vildu, veðurspáin fyrir sunnudaginn er hreint út sagt glæsileg engin vindur og um 10 stiga hiti.

Keilisvöllurinn er í frábæru ástandi ennþá og spilast eins og í júlí mánuði hraðar flatir og gæðin framúrskarandi.

Keilismenn vonast til að sjá sem flesta, keppt verður með Texas Scramble fyrirkomulagi þar sem deilt er með 5 í samanlagða forgjöf.

Athugið að ef samanlögð forgjöf er hærri enn lægri forgjöfin er sú lægri látin gilda. Skráning er hafin….

….. en það má skrá sig í mótið með því að SMELLA HÉR: 

 1-styrktarmót_no2