Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2013 | 14:00

Ko efst áhugakvenkylfinga í 3. sinn!

Ný-sjálenski kylfingurinn Lydia Ko hefir tekið við McCormack medalinunni, sem efsti kvenkylfingur á stigalista áhugakvennkylfinga, 3. árið í röð.

Ko hlaut medalíuna í dag með viðhöfn úr hendi the Royal & Ancient og United States Golf Association (bandaríska golfsambandinu).

Hin 16 ára Ko tókst að verja titil sinn á  Canadian Women’s Open á LPGA mótaröðinni og var síðan í 2. sæti á  Evian Championship, sem var 5. og síðasta risamót í kvennagolfinu í ár.  Þess mætti geta að Ko er nú í 5. sæti Rolex-heimslistans.

Aðrir hápunktar á ferli hennar í ár eru 3. sætið á  Australian Women’s Open og T-17 árangur á LPGA Championship risamótinu!

Geri aðrar 16 ára telpur betur!!!