Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2013 | 08:55

LPGA: Lee leiðir eftir 1. hring í Malasíu

Ilhee Lee frá Suður-Kóreu leiðir eftir 1. hring í móti vikunnar á LPGA, þ.e. LPGA Malaysia. Leikið er í Kuala Lumpur CC.

Nr. 39 á Rolex-heimslistanum (Lee) var á 64 höggum og hefir 1 höggs forystu á Brittany Lang frá Bandaríkjunum.

Lee fékk 4 fugla á seinni 9 og síðn aðra 3 á fyrri 9.

Lee sagði m.a. eftir hringinn góða„það var bara allt sem gekk upp í dag, dræverinn, 6-járnið, pútterinn… það gekk vel með öllu.“

Fjórir kylfingar: Beatriz Recari, Paula Creamer, Jodi Ewart Shadoff and Eun-Hee Ji – eru í 3. sæti eftir hringi upp á 66 högg.

Nr. 1 á Rolex-heimslistanum, sú sem á titil að verja, Inbee Park, byrjaði illa, náði aðeins 1 fugli í hring upp á 70 högg og er í  28. sæti.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag LPGA Malaysia SMELLIÐ HÉR: