Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2013 | 16:30

Kvenstripplingurinn:„Maður er aðeins ungur einu sinni!“

Kimberly Webster, kvenstripplingurinn á Forsetabikarnum vonar að fólk sé ekki of sjokkerað á henni.

Hin 23 ára Webster er heldur betur að slá í gegn og golffjölmiðlar sem aðrir fjölmiðlar keppast við að fá viðtöl við hana. Yahoo í Kanada, Yahoo í Ástralíu, Go Wild á Nýja-Sjálandi og fleiri slíkar miðlar berjast um viðtöl og stripplið er farið að margborga sig fyrir hana.

Kimberley hljóp næsta nakin niður 18. braut á Muirfield Village Golf Club á Forsetabikarnum s.l. sunnudag.

„Það var gaman og er enn. Ég hef alltaf verið hálf villt,“ sagði Webster í einu viðtalanna í morgun. „Mér þykir leitt ef ég hef gengið fram af fólki. En maður er aðeins ungur einu sinni og lífið er stutt!“

Webster, sem fluttist frá Los Angeles itl þess að búa hjá ömmu sinni í Worthington fyrir viku nýtur athyglinnar sem hún hlýtur frá fréttamönnum um allan heim. Þetta var bara alls ekki svo slæmt eftir allt að flytjast til Ohio!!!

Myndir af henni þar sem hún hljóp í G-streng einum fata með límmiða af bandaríska fánanum á hernaðarlega mikilvægum svæðum fór eins og eldur í sinu um alla veffjölmiðla heims.

Eins og sagði í gær m.a. hér á Golf 1 var hún handtekinn af lögreglunni í Dublin, Ohio og kærð fyrir ósæmileg hegðun á almannafæri. Hún er búin að greiða sekt sína upp á $ 100,- (12.000,- krónur)

Hugmyndin að því að stripplast kviknaði þegar hún var að gengilbeinast í sölutjaldi milli 16. og 17. brautar í Muirfield Village Golf Club og var að grínast við samastarfskonu sína.

„Ég gerði smá könnun um helstu stripplinga allra tíma.  Þeir voru allir karlmenn og vildi breyta því,“ sagði Webster.  „Þannig að ég verslaði bandaríska fánann og límmiðana og dreif bara í þessu.“

Hún ætlaði upphaflega að hlaupa niður eftir 17. braut en komst að því að kylfingurinn sem hún hafði í sigti –  Steve Stricker – hafði þegar slegið teighöggið sitt þar. Þannig að hún ákvað að hlaupa um nakin niður 18. braut í staðin.

„Ég gerði mér ekkert grein fyrir því að þessi braut væri svona löng. Það var þess vegna sem ég stripplaðist ekki alla leið,“ sagði hún um ákvörðun sína að beygja af leið og inn í skógi vaxið svæði við 18. braut.

Webster sagði að hún hefði hrópað: „Stripplað fyrir Stricker“ og „Áfram Bandaríkin“ þegar hún hljóp niður brautina meðan að áhangendur bandaríska liðsins, sem var að sigra, hrópuðu U-S-A!“

Webster sagði að ömmu sinni hefði fundist uppátækið fyndið meðan mamma hennar hefði verið dauðhneyksluð.

Webster segist ekkert vita hvað hún eigi að gera við sína ný-fengnu frægð.

„Það væri gaman að gera eitthvað meira úr þessu og sjá hvað gerist!“ sagði Kimberley Webster loks.