LET: Guðrún Brá varð T-28 á lokaúrtökumótinu
Guðrún Brá Björgvinsdóttir tók þátt í lokaúrtökumóti LET. Mótið fór fram í Los Naranjos Golf Club á Spáni, dagana 25.-28. nóvember og lauk því í dag. Guðrún Brá varð T-28; lék á samtals 2 yfir pari, 290 höggum (75 75 69 71). Sigurvegari lokaúrtökumótsins var heimakonan og Solheim Cup kylfingurinn Carlota Ciganda, en hún lék á samtals 15 undir pari. Aðeins 20 efstu hlutu keppnisrétt á LET mótaröðinni; efstu 5 fóru í flokk 5c og fá fullan spilarétt á LET; næstu 15 spila í flestöllum mótum LET og eru í flokk 8a. Þær sem voru í 21-72 sæti (að þessu sinni) fá spilarétt á LET Access og þær sem eru Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Steinunn Sæmundsdóttir og Sveinn Orri Snæland – 28. nóvember 2021
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Steinunn Sæmundsdóttir og Sveinn Orri Snæland. Steinunn er í GR, tvöfaldur Íslandsmeistari í golfi í flokki 50+ 2010 og 2011 sem og Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ með sveit eldri kvenna í GR, þ.e. 2011, 2012 og 2013. Steinunn fæddist í Reykjavík 28. nóvember 1960 og á því 61 árs afmæli í dag!!! Hún byrjaði í golfi 14 ára og gekk í GR 1974. Aðaldriffjöðurin í golfleiknum var bróðir Steinunnar, Óskar en hún dró oft fyrir hann. Jafnhliða fjölda Íslandsmeistaratitla í golfi og klúbbmeistaratitla hjá GR er afmæliskylfingurinn okkar 12-faldur Íslandsmeistari á skíðum. Í dag er Steinunn með 5,5 í forgjöf. Steinunn er 4 barna móðir þeirra Sæunnar Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (48/2021)
Bernharð spilar golfhring með presti nokkrum. Á 7. teig, par -3, spyr presturinn: „Hvaða kylfu ertu með hérna, sonur minn?“ „8 járn, hvað með þig?“ „Ég tek 7 járn og á sama tíma bið ég til Guðs.“ Bernharð slær og hittir flötina. Presturinn toppar skotið og boltinn flýgur langt yfir flötina. Bernhard: „Í kirkjunni okkar lútum við höfði þegar við biðjum!“
DP World Tour: Thriston Lawrence sigraði á Joburg Open
Evróputúrinn hefir fengið nýtt nafn: DP World Tour. Fyrsti sigurvegari á DP World Tour (nýja nafnið á gamla Evróputúrnum) er Suður-Afríkumaðurinn Thriston Lawrence. Hann sigraði á Joburg Open með skor upp á 12 undir pari. Thriston Lawrence er fæddur 3. desember 1996 og því aðeins 24 ára. Hann býr í Nelspruit í S-Afríku og er í Nelspruit GC. Lawrence gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 7 árum, 2014, þá aðeins 17 ára. Hann hefir aðallega spilað á Sólskinstúrnum s-afríska. Landi Lawrence, Zander Lombard varð í 2. sæti á samtals 8 undir pari. Mótið fór fram dagana 25.-26. nóvember 2021 í Randpark GC, Johannesburg, í S-Afríku og var stytt um 2 daga, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þráinn Bj Farestveit – 27. nóvember 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Þráinn Bj Farestveit. Hann er fæddur 27. nóvember 1964 og á því 57 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til afmæli hér að neðan Afmæliskylfingurinn, Þráinn, ásamt eiginkonu sinni, Ástu. Mynd: Í einkaeigu Þráinn Bj Farestveit (57 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ferðafélag Siglufjarðar (94 ára); Hisayuki Sasaki, 27. nóvember 1964 (57 ára); Danielle Ammaccapane 27. nóvember 1965 (56 ára); Helmut Müller 27. nóvember 1973 (48 ára); Adrienne Bernadet, 27. nóvember 1984 (37 ára); Neglur Og Fegurð Eva, 27. nóvember 1984 (37 ára); Stephanie Kono, 27. nóvember Lesa meira
Jólagjafahugmyndir fyrir kylfinga
Næsta sunnudag er 1. í aðventu. Og stutt er í 1. des, en þá er mikil gleði hjá yngri kynslóðinni þegar hún fær að opna 1. gluggann á jóladagatölunum eða 1. pakkann eins og er venjan á pakkadagatölum. Svo fara jólasveinarnir að koma til byggða einn af öðrum. Já, jólin nálgast óðum og margir eru farnir að huga að jólagjöfum. Í gær og nú um helgina er „svartur föstudagur“ og hægt að gera kjarakaup til jóla, m.a. handa kylfingnum í lífi þínu. Ein skemmtileg hugmynd að jólagjöf er á heimasíðu Hissa.is en það er golfderhúfa með ljósi, sem er góð við ýmsar aðstæður; t.d. golfleik í myrkri sbr. glóboltagolfmót sem haldin Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Chris Wood ——– 26. nóvember 2021
Christopher James (alltaf nefndur Chris) Wood fæddist 26. nóvember 1987 í Bristol á Englandi og á því 34 ára stórafmæli í dag. Chris var í Golden Valley Primary School í Nailsea frá 4-11 ára aldurs, áður en hann byrjaði í Backwell skólanum. Hann byrjaði í golfi mjög ungur, en hafði á þeim tíma alveg jafnmikinn áhuga á fótbolta og stefndi alltaf á að spila með Bristol City Football Club. Hann var félagi í the Long Ashton Golf Club nálægt Bristol 9 ára gamall og við 12 ára aldurinn var forgjöf hans orðin eins-stafs. Chris Wood sigraði English Amateur Order of Merit árin 2007 og 2008. Hann gerðist atvinnumaður í golfi Lesa meira
Ólafía Þórunn mun spila meira í Evrópu
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tilkynnti að hún hafi hafið æfingar að nýju og muni á næsta ári 2022 spila meira í Evrópu. Ólafía Þórunn hefir verið að jafna sig eftir barnsburð en hún og maður hennar Thomas Bojanowski eignuðust son sl. sumar, nánar tiltekið 29. júní 2021. Sá litli hlaut nafnið Maron Atlas Thomasson. Ólafía sagði í viðtalinu að Thomas og foreldrar hennar væru duglegir að hjálpa henni við soninn. Planið væri að spila meira í Evrópu á næsta ári, sem væri auðveldara vegna barnsins. Ólafía Þórunn sagðist alltaf hafa séð sjálfa sig fyrir sér í golfi með börn. Ólafía Þórunn er fyrsti íslenski kvenkylfingurinn til að hljóta fullan spilarétt á Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jón Sæmundur Sigurjónsson – 25. nóvember 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Jón Sæmundur Sigurjónsson. Hann er fæddur 25. nóvember 1941 og á því 80 ára merkisafmæli í dag. Innilega til hamingju með 80 ára merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar fæddir í dag eru: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Art Wall f. 25. nóvember 1923 – 31. október 2001 (hefði orðið 98 ára í dag); Amelia Rorer, 25. nóvember 1952 (69 ára); Nolan Jay Henke, 25. nóvember 1964 (57 ára), Þórey Sigþórsdóttir, 25. nóvember 1965 (56 ára); Jóhann Adolf Oddgeirsson, 25. nóvember 1973 (48 ára); Haru Nomura, 25. nóvember 1992 (29 ára); Lauren Stephenson, 25. nóvember 1996 (25 ára) Mariana Rossi; …. og ….. Golf 1 óskar Lesa meira
Jordan Spieth orðinn pabbi!
Jordan Spieth og eiginkona hans Annie Verret eignuðust son sunnudaginn 14. nóvember sl. sem hlotið hefir nafnið Sam (en strax er farið að nota gæunafnið Sammy). Spieth tilkynnti um fæðingu frumburðarins á Twitter. Þar sagði hann: „ Sammy Spieth born 11/14 Mama and baby doing great! Feeling blessed!










