Afmæliskylfingur dagsins: Sólveig Sigurjónsdóttir – 24. nóvember 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Sólveig Sigurjónsdóttir. Sólveig er fædd 24. nóvember 1961 og á því 60 ára merkisafmæli. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Sólveig Sigurjónsdóttir – Innilega til hamingju með 60 ára merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Simone Thion de la Chaume, f. 24. nóvember 1908 – d. 4. september 2001; Bogi Nilsson, 24. nóvember 1940 (81 árs); Sigurbjörn Svavarsson, 24. nóvember 1949 (72 ára); Scott Hoch f. 24. nóvember 1955 (66 ára); Sólveig Sigurjónsdóttir (60 ára); Baldvina Snælaugsdóttir, 24. nóvember 1965 (54 ára); Auðunn Einarsson, 24. nóvember 1975 (46 ára); Una Karen Lesa meira
PGA: Talor Gooch sigraði á RSM Classic
Fyrsti sigur Talor Gooch á PGA Tour er nú staðreynd. Hann sigraði á móti vikunnar á PGA Tour; RSM Classic sem fór fram 18.-21. nóvember sl. Mótsstaður var Sea Side Resort, Sea Island í Georgiu. Sigurskorið var samtals 22 undir pari, 260 högg (64 65 67 64). Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Gooch með því að SMELLA HÉR: Í 2. sæti varð Kanadamaðurinn Mackenzie Hughes, heilum 3 höggum á eftir. Sjá má lokastöðuna á RSM Classic með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Arnar Gauti Arnarson – 23. nóvember 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Arnar Gauti Arnarsson. Arnar Gauti er fæddur 23. nóvember 1998 og á því 23 ára afmæli í dag. Arnar Gauti er bæði Haukamaður og í Golfklúbbnum Keili. Komast má á vefsíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju hér að neðan Arnar Gauti Arnarsson (23 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ísafjarðar Bíó, 23. nóvember 1935 (86 ára); Vefspá Ragnhildar, 23. nóvember 1957 (64 ára); Kristín Þorvaldsdóttir, 23. nóvember 1958 (63 ára); Gary Rusnak, f. 23. nóvember 1962 (59 ára); Jerry Kelly, f. 23. nóvember 1966 (55 ára); Jerri Kotts-Barriga, 23. nóvember 1968 (53 árs); Paul Lesa meira
LPGA: Jin Young Ko – leikmaður ársins á LPGA – sigraði á CME Group Tour meistaramótinu
Það var Jin Young Ko, sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á LPGA mótaröðinni: CME Group Tour Championship. Sigurskor Ko var 23 undir pari, 265 högg (69 – 67 – 66 – 63). Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir varð hin japanska Nasa Hataoka. Með sigrinum tryggði Ko sér titilinn „leikmaður ársins“ (ens.: Player of the Year), sem hún keppti um við Nelly Korda, sem varð í 5. sæti í mótinu. Þetta er í 2. sinn, sem Ko hlýtur þann titil, en hún var einnig „leikmaður ársins“ á LPGA 2019. Eins hlaut Ko hæsta verðlaunafé, sem veitt er í kvennagolfinu 1,5 milljón bandaríkjadala fyrir sigurinn á Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Emma Cabrera Bello – 22. nóvember 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Emma Cabrera Bello. Emma er fædd 22. nóvember 1985 og á því 36 ára afmæli. Emma byrjaði að spila golf 5 ára og býr nálægt Maspalomas golfvellinum, sem mörgum Íslendingum er að góðu kunnur. Hún er samt félagi í fínasta golfklúbbnum á Gran Kanarí: Real Club de Golf de Las Palmas, en völlur klúbbsins er byggður ofan í eldfjallagíg. Meðal áhugamála afmælisbarnsins er lestur góðra bóka, að vera á skíðum hvort heldur svig eða vatns-, henni finnst auk þess gaman að fara í kynnisferðir til að kynna sér nýja staði sem hún ferðast til. Bróðir Emmu er Rafa, sem spilar á Evrópumótaröðinni. Emma er með gráðu í Lesa meira
Evróputúrinn: Morikawa sigurvegari DP World Tour Championship & stigameistari
Það var Colin Morikawa, sem stóð uppi sem sigurvegari á lokamóti Evróputúrsins, DP World Tour Championship. Morikawa lék á samtals 17 undir pari, 271 höggum (68 68 69 66). Fyrir sigurinn hlaut Morikawa €2,640,975, sem er hæsta verðlaunafé á Evróputúrnum. Jafnir í 2. sæti urðu þeir Alexander Björk og Matt Fitzpatrick, báðir á samtals 14 undir pari, hvor. Morikawa varð einnig efstur á stigalistanum og hlaut fyrir það 1 milljón evra, auk sigurlaunanna í mótinu. Morikawa er fæddur 6. febrúar 1997 og er því 24 ára. Þetta er 4. sigur hans á Evróputúrnum og fyrir á hann 5 sigra í beltinu á PGA Tour. Sjá má lokastöðuna á DP World Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Birkir Orri Viðarsson – 21. nóvember 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Birkir Orri Viðarsson. Birkir Orri er fæddur 21. nóvember 2000 og á því 21 árs afmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Birkir Orri Viðarsson (21 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Búi Vífilsson, 21. nóvember 1957 (64 ára); Alexandre Nardy Rocha (frá Brasilíu) 21. nóvember 1977 (44 ára); Rebecca Flood, 21. nóvember 1988 (33 ára) ….. og …… Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (47/2021)
Markús litli fékk að fara í golf með föður sínum í fyrsta sinn. Eftir á sagði hann ákaft við alla sem hittu hann: „Pabbi minn er besti kylfingur í heimi. Hann getur golfað tímunum saman og nánast aldrei dettur bolti í einhverja af þessum litlu holum, sem eru út um allt á vellinum.“
Hulda Bjarnadóttir nýr forseti GSÍ
Hulda Bjarnadóttir var í dag kjörin forseti Golfsambands Íslands á þingi GSÍ sem fór fram á Fosshótelinu í Reykjavík. Alls buðu 11 einstaklingar sig fram til stjórnarkjörs en stjórn GSÍ skal samkvæmt lögum GSÍ skipuð 11 mönnum. Golfþingið var vel sótt og mörg mál til umræðu. Rekstraráætlun golfsambandsins gerði ráð fyrir lítilsháttar hagnaði á árinu en hagnaður ársins varð tæpar 30 milljónir króna. Tekjur frá samstarfsaðilum jukust á milli ára og tekjur af félagagjöldum hækkuðu umtalsvert vegna mikillar fjölgunar iðkenda. Heildarvelta sambandsins var tæpar 200 milljónir króna, samanborið við 169 milljónir króna árið 2020. Stjórn GSÍ er þannig skipuð: Birgir Leifur Hafþórsson Hansína Þorkelsdóttir Hjördís Björnsdóttir Hulda Bjarnadóttir, forseti Hörður Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Rahman Siddikur – 20. nóvember 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Mohammad Rahman Siddikur (á bengölsku: মোহাম্মদ সিদ্দিকুর রহমান). Siddikur er fæddur 20. nóvember 1984 og á því 37 ára afmæli í dag. Siddikur er frá Bangladesh og er oft nefndur Tiger Woods Bangladesh. Siddikur spilar á Asíutúrnum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bobby Locke, f. 20. nóvember 1917 – d. 9. mars 1987; Don January, 20. nóvember 1929 (92 ára); Ásta Guðríður Guðmundsdóttir, 20. nóvember 1972 (49 ára); Thidapa Suwannapura. 20. nóvember 1992 (29 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta Lesa meira










