Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Valdís Þóra Jónsdóttir – 4. desember 2020

Það er Íslandsmeistarinn í höggleik kvenna 2012 – Valdís Þóra Jónsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Valdís Þóra er fædd 4. desember 1989 og á því 32 ára afmæli í dag. Valdís tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í höggleik á Hellu með lokapúttinu og samtals skori upp á 13 yfir pari, 293 höggum (71 75 72 75) í lok júlí 2012. Valdís Þóra hefir m.a. verið klúbbmeistari Golfklúbbsins Leynis í mörg ár og er nú íþróttastjóri klúbbsins. Hún spilaði golf með golfliði Texas State í bandaríska háskólagolfinu, en þaðan útskrifaðist hún 2012. Valdís Þóra þátt í HM kvennalandsliða áhugamanna í Tyrklandi í september 2012. Valdís Þóra spilar hér heima á mótaröð þeirra bestu, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2021 | 08:57

Suzann Pettersen næsti fyrirliði Solheim Cup

Tilkynnt var mánudaginn sl. (29. nóvember 2021) að Suzann Pettersen yrði næsti fyrirliði Solheim Cup, sem fram fer í Finca Cortesín, Andalucíu, á Spáni, 22,-24. september 2023. Suzann varð fertug á þessu ári, en hún er fædd 7. apríl 1981. Hún er reynslumikil í Solheim Cup, spilaði í 9 mótum sem leikmaður og var partur af 4 sigurliðum Evrópu.  Árangur hennar í Solheim er frábær (18-12-6), Suzann hefir jafnframt tvívegis verið varafyrirliði í Solheim Cup. Hún tilkynnti, eftirminnilega, að farsælum ferli hennar væri lokið eftir að sökkva sigurpúttið fyrir lið Evrópu, árið 2019. Síðast var hún varafyrirliði í Solheim Cup í sigurliði Catrionu Matthew í Inverness Club á þessu ári, en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2021 | 08:00

Stenson eða Donald líklegir fyrirliðar í Rydernum 2023

Henrik Stenson og Luke Donald eru taldir líklegastir til að verða fyrirliðar liðs Evrópu í Rydernum 2023. Nú er ljóst að Lee Westwood muni ekki gegna því hlutverki, eftir að hann lét nýlega frá sér fara yfirlýsingu þess efnis. Margir telja að Stenson sé líklegri til að hreppa fyrirliðahnossið en Luke Donald. Stenson tjáði sig um ákvörðun Lee Westwood að hafna fyrirliðahlutverkinu og sagði m.a.: „Eins og fullt af fólki hélt ég að Lee yrði næstur í röðinni. En ég hef heyrt að hann vilji fókusa á eiginn leik sinn og telji að á þessum tíma rekist fyrirliðahlutverkið of mikið á við hans eigin feril.“ „Við sjáum til hvað gerist, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Logi Bergmann – 2. desember 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Logi Bergmann. Logi er fæddur 2. desember 1966  og á því 55 ára afmæli í dag. Logi byrjaði í golfinu 1991 eða fyrir 30 árum síðan. Logi hefir reglulega spilað með golfhópi sínum Stullunum. Logi er í NK og GHD, kvæntur Svanhildi Hólm Valsdóttur og á 6 börn. Komast má á facebook síðu Loga til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Logi Bergmann – 55 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Matthew Shippen, Jr., (f. 2. desember 1879 – d. 20. maí 1968); Jóhanna Axelsdóttir, 2. desember 1943 (78 ára); Jenny Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2021 | 20:25

Lee Elder látinn

Vikuna sem Lee Elder skráði sig í golfsöguna árið 1975 sem fyrsti Afríku-Ameríkaninn til að spila á Masters risamótinu, sagði hann eftirfarandi við fréttamenn, sem vildu fá hann til að commenta á þennan sögulega áfanga: „Ég vil ekki komast á spjöld golfsögunnar bara fyrir þetta,“ sagði hann. „Ég vil láta minnast mín, ef mín er yfir höfuð minnst fyrir það að ég var góður kylfingur.“ Það var Lee Elder. Hann var góður kylfingur. Hann lék í  448 PGA Tour mótum og sigraði fjórum sinnum. Síðan bætti hann við 8 sigrum á  PGA TOUR Champions. Alls urðu sigrarnir á atvinnumannsferlinum 16. Besti árangur hans í risamóti var T-11 árangur á PGA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Lee Trevino ———- 1. desember 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Lee Trevino, en hann fæddist 1. desember 1939, í Dallas, Texas og því 82 ára afmæli í dag. Hann er oft uppnefndur „Supermex“ eða „The Merry Mex“ vegna mexíkansks uppruna síns, en móðir hans, Juanita, er mexíkönsk og Lee mikið átrúnaðargoð meðal mexíkanskra golfaðdáenda. Lee gerðist atvinnumaður í golfi árið 1960 og hefir því spilað leikinn göfuga í 51 ár á atvinnumannsstigi og á þeim tíma sigrað alls 89 sinnum, þar af 29 sinnum á PGA, 29 sinnum á Champions Tour og 31 sinnum á öðrum mótaröðum. Af helstu afrekum Lee mætti nefna að hann hefir í 6 skipti sigrað á risamótum golfsins, Opna bandaríska árin 1968 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2021 | 10:00

Til hamingju Ísland – 1. desember 2021!

Í dag er Fullveldisdagurinn og við höldum upp á að Ísland hlaut fullveldi þann 1. desember 1918 frá Danmörku. Fullveldi felur í sér að fara með æðstu stjórn, dóms-, löggjafar- og framkvæmdavald, t.a.m. skv. kenningunni um þrískiptingu ríkisvalds yfir landsvæði eða hóp fólks. Það er ýmist ríkisstjórn eða þjóðhöfðingi sem fer með fullveldið.Ísland hlaut fullveldi í dag fyrir nákvæmlega 101 ári, en varð ekki sjálfstætt fyrr en 17. júní 1944. Ástæðan er sú að Íslendingar viðurkenndu danska konunginn áfram sem þjóðhöfðingja sinn og utanríkisstefna Íslands var áfram í höndum Dana. Golf 1 óskar kylfingum landsins, sem öðrum Íslendingum til hamingju með daginn!

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Breanna Elliott – 30. nóvember 2021

Það er Breanna Elliott, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hún  fæddist 30. nóvember 1991 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Breönnu með því að  SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Steinunn Fjóla Jónsdóttir, 30. nóvember 1970 (51 árs); Anthony Kang, 30. nóvember 1972 (48 ára); Arnar Halldórsson, f. 30. október 1972 (48 ára); Alessandro Tadini, 30. nóvember 1973 (47 ára); Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, f. 30. nóvember 1979 (41 árs); Breanna Elliott, 30. nóvember 1991 (29 ára). Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2021 | 08:00

Tiger vonast til að spila aftur á PGA Tour

Tiger Woods hefur gefið út að hann vonist til að spila á PGA TOUR aftur, þó takmarkað. Woods ræddi við Golf Digest í myndbandsviðtali sem birt var í gær mánudaginn, 29. nóvember 2021 og talaði þar m.a. um framtíð sína í golfi,  í fyrsta skipti frá því að hann meiddist mikið á fæti í bílslysi í febrúar síðastliðnum. Sjá má viðtal Golf Digest við Tiger í heild sinni með því að SMELLA HÉR:  Myndbandið kom út degi fyrir fyrsta fyrirhugaða stóra blaðamannafund hans eftir slysið, en hann verður haldinn klukkan 9:00 að staðartíma  á Albany golfvellinum á Bahamaeyjum, þar sem Woods er gestgjafi Hero World Challenge. Slysið í Los Angeles Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Aron Snær Júlíusson – 29. nóvember 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Aron Snær Júlíusson, GKG. Aron Snær fæddist 29. nóvember 1996 og á því 25 ára afmæli í dag. Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu, með liði Louisiana Lafayette, The Ragin Cajuns og stóð sig vel. Af einstökum afrekum Aron Snæs mætti sem dæmi nefna að hann varð klúbbmeistari GKG 2015 og sigraði í Einvíginu á Nesinu 2015; hann setti vallarmet á Jaðrinum 2014 – 67 högg; hann varð stigameistari GSÍ á Íslandsbankamótaröðinni 2013 í piltaflokki tók m.a. þátt í Duke of York mótinu 2013 og sigraði í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ, árið 2012 og þá er fátt eitt talið. Allt frá árinu 2017 hefir Aron Snær fyrir sér í Lesa meira