Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2021 | 18:00

DP World Tour: Thriston Lawrence sigraði á Joburg Open

Evróputúrinn hefir fengið nýtt nafn: DP World Tour.

Fyrsti sigurvegari á DP World Tour (nýja nafnið á gamla Evróputúrnum) er Suður-Afríkumaðurinn Thriston Lawrence.

Hann sigraði á Joburg Open með skor upp á 12 undir pari.

Thriston Lawrence er fæddur 3. desember 1996 og því aðeins 24 ára. Hann býr í Nelspruit í S-Afríku og er í Nelspruit GC. Lawrence gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 7 árum, 2014, þá aðeins 17 ára. Hann hefir aðallega spilað á Sólskinstúrnum s-afríska.

Landi Lawrence, Zander Lombard varð í 2. sæti á samtals 8 undir pari.

Mótið fór fram dagana 25.-26. nóvember 2021 í Randpark GC, Johannesburg, í S-Afríku og var stytt um 2 daga, vegna tilkomu hinnar nýju „omicron“ Covid-veiru, sem breiðist út með eldingshraða í S-Afríku.

Sjá má lokastöðuna á hinu stytta Joburg Open með því að SMELLA HÉR: