09/11/2020. Ladies European Tour 2020. Aramco Saudi Ladies International Presented By Public Investment Fund. Royal Greens Golf & Country Club, Saudi Arabia. November 12-15 2020. Gudrun Bjorgvinsdottir of Iceland during a practice round. Credit: Tristan Jones.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2021 | 16:10

LET: Guðrún Brá varð T-28 á lokaúrtökumótinu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir tók þátt í lokaúrtökumóti LET.

Mótið fór fram í Los Naranjos Golf Club á Spáni, dagana 25.-28. nóvember og lauk því í dag.

Guðrún Brá varð T-28; lék á samtals 2 yfir pari, 290 höggum (75 75 69 71).

Sigurvegari lokaúrtökumótsins var heimakonan og Solheim Cup kylfingurinn Carlota Ciganda, en hún lék á samtals 15 undir pari.

Aðeins 20 efstu hlutu keppnisrétt á LET mótaröðinni; efstu 5 fóru í flokk 5c og fá fullan spilarétt á LET; næstu 15 spila í flestöllum mótum LET og eru í flokk 8a.

Þær sem voru í 21-72 sæti (að þessu sinni) fá spilarétt á LET Access og þær sem eru í efstu sætunum fá jafnvel takmarkaðan þátttökurétt á LET mótum. Þær eru í flokki 9b.

Með Guðrúnu Brá er öðruvísi farið. Hún endaði í 75. sæti á stigalistanum á LET Evrópumótaröðinni.

Með árangri sínum hefur hún tryggt sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili sem hefst í febrúar 2022.

Til samanburðar þá endaði Guðrún Brá í 127. sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar í fyrra.

Alls lék Guðrún Brá á 16 mótum á LET Evrópumótaröðinni á þessu tímabili. Besti árangur hennar á tímabilinu er 12. sæti.

Guðrún Brá er fjórða íslenska konan sem er með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni. Hinar þjár eru Ólöf María Jónsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir.

Árangur íslenskra kylfinga á LET Evrópumótaröðinni á stigalistanum er:

2016: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir 96. sæti

2017: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir 33. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir 52. sæti.

2018: Valdís Þóra Jónsdóttir 38. sæti.

2019: Valdís Þóra Jónsdóttir 71. sæti.

2020: Valdís Þóra Jónsdóttir 88. sæti, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir 122. sæti, Guðrún Brá Björgvinsdóttir 127. sæti.

2021: Guðrún Brá Björgvinsdótti 75, sæti

Líkt og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna nýju stúlkurnar 72, á LET, á næstu vikum.

Sjá má lokastöðuna á lokaúrtökumóti LET með því að SMELLA HÉR: