Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2021 | 22:00

Ólafía Þórunn mun spila meira í Evrópu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tilkynnti að hún hafi hafið æfingar að nýju og muni á næsta ári 2022 spila meira í Evrópu.

Ólafía Þórunn hefir verið að jafna sig eftir barnsburð en hún og maður hennar Thomas Bojanowski eignuðust son sl. sumar, nánar tiltekið 29. júní 2021.

Sá litli hlaut nafnið Maron Atlas Thomasson.

Ólafía sagði í viðtalinu að Thomas og foreldrar hennar væru duglegir að hjálpa henni við soninn.

Planið væri að spila meira í Evrópu á næsta ári, sem væri auðveldara vegna barnsins.

Ólafía Þórunn sagðist alltaf hafa séð sjálfa sig fyrir sér í golfi með börn.

Ólafía Þórunn er fyrsti íslenski kvenkylfingurinn til að hljóta fullan spilarétt á LPGA.