Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2013 | 10:15

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn og WF luku leik í 5. sæti – Berglind og UNCG voru í 18. sæti

Klúbbmeistari GR 2013, Berglind Björnsdóttir og Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Ólafía Þórunn Björnsdóttir tóku þátt í The Landfall Tradition mótinu, sem lauk í gær á Dye golfvellinum í Wilmington, Norður-Karólínu.

Þátttakendur voru 96 frá 18 háskólum.

Ólafía Þórunn lék á samtals  11 yfir pari, 227 höggum (76 75 76). Hún deildi 22. sætinu í einstaklingskeppninni og var á 2.-3. besta skori Wake Forest og taldi skor hennar því í 5. sætis árangri Wake Forest.

Berglind Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf 1.

Berglind Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf 1.

Berglind lék á samtals 28 yfir pari, 244 höggum (81 78 85). Hún var á besta til næstbesta skori golfliðs UNCG, en liðið virðist hafa verið í einhverju óstuði og í raun sama hvernig Berglind lék lokahringinn, liðið hafnaði í 18. og neðsta sæti.

Þetta var síðasta mót Ólafíu Þórunnar i bandaríska háskólagolfinu fyrir jól – næsta mót Wake Forest er ekki fyrr en 9. febrúar á næsta ári.

Næsta mót Berglindar er einnig á næsta ári þ.e. 17. febrúar en þá mun hún spila á Central District mótinu í Flórída.

Til þess að sjá lokastöðuna á The Landfall Tradition SMELLIÐ HÉR: