Ragnar Már Garðarsson, GKG, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki 2013. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2013 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már hefur keppni í Flórída í dag

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese hefja keppni í Quail Valley Collegiate Invitational, sem hefst í dag í Quail Valley golfklúbbnum á Vero Beach í Flórída.

Það er háskóli Ragnars, McNeese, sem er gestgjafi í mótinu, þó það sé haldið 900 mílur í suður frá skólanum í Flórída, en mótið er síðasta mót skólans fyrir jól.

Ragnar Már á rástíma kl. 8 að staðartíma (þ.e. kl. 12:00 í hádeginu að okkar tíma hér heima á Íslandi).

Fylgjast má með gengi Ragnars Más og félaga hans í mótinu með því að SMELLA HÉR: