Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2013 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn, Sigurður Gunnar og félagar luku leik í 1. sæti!!!

Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 og Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK og golflið Faulkner luku leik í gær í Red Hawk Classic mótinu, sem fram fór í Lawrenceburg, Tennessee dagana 28.-29. október 2013. Það er skemmst frá því að segja að golflið Faulkner lauk keppni í 1. sæti og Hrafn var á besta skori liðs síns, auk þess em Hrafn lauk keppni í 2. sæti í einstaklingskeppninni!!!! Stórglæsilegt hjá Hrafni!!!! Hrafn lék á samtals 2 undir pari, 140 höggum (69 71). Sigurður Gunnar bætti sig seinni daginn, fór úr 13. sætinu sem hann var í, í einstaklingskeppninni fyrri daginn, í 11. sætið. Sigurður lék á samtals 5 yfir pari, 147 höggum (74 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2013 | 08:45

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og The Royals luku leik í 9. sæti

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og golflið Queens háskólans, The Royals luku í gær leik á 2013 Rock Barn Intercollegiate. Mótið var tveggja daga og fór fram 28.-29. október 2013.  Það var í boði Lenoir-Rhyne háskólans í  Conover , Norður-Karólínu. Þátttakendur voru 75 frá 14 háskólum. Íris Katla og The Royals luku leik í 9. sæti í liðakeppninni og þar taldi skor Írisar Kötlu sem var á 2. besta skori liðs síns. Í einstaklingskeppninni lauk Íris Katla keppni í 43. sætinu, á samtals 163 höggum (82 81). Næsta mót Írisar Kötlu og The Royals er á afmælisdegi hennar 10. febrúar í Jacksonville, Flórída á næsta ári, 2014. Til að sjá lokastöðuna á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2013 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már lauk leik í 9. sæti í Flórída

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese luku í gær keppni í Quail Valley Collegiate Invitational, en mótið fór fram  í Quail Valley golfklúbbnum á Vero Beach í Flórída. Það var háskóli Ragnars, McNeese, sem var gestgjafi í mótinu, þó það væri haldið 900 mílur í suður frá skólanum, í Flórída, en mótið var síðasta mót skólans fyrir jól. Ragnar Már lék samtals á 1 yfir pari, 217 höggum (72 68 77).  Hann var á 3. besta skori McNeese, liðs síns, sem varð í 2. sæti í liðakeppninni!!! Nú taka við próf hjá Ragnari Má í McNeese og vonandi golf inn á milli!!! Til þess að sjá lokastöðuna í Quail Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2013 | 08:00

Ko fær undanþágu á LPGA

Hinn 16 ára nýsjálenski kylfingur Lydia Ko hlaut náð fyrir augum bandaríska LPGA þann 28. október s.l. til þess að fá að spila á bandarísku LPGA mótaröðinni, sem er sterkasta kvenmótaröð heims.   Þá vantar næstum 1/2 ár upp á dag að Ko verði 17 ára. Ko var búin að sækja um undanþágu á grundvelli þess að hún hefir þegar sigrað tvívegis á LPGA þ.e. á Canadian Open 2012 og svo tókst henni að verja titil sinn í ár. Ko er þegar búin að skrifa sig í sögubækur LPGA, en hún er bæði yngsti kylfingurinn til að vinna mót á mótaröðinni og yngst til að verja titil á mótaröðinni. Þegar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2013 | 20:00

GK: Glæsilegt kynningarmyndskeið Keilis

Golfklúbburinn Keilir hefir látið gera glæsilegt kynningarmyndskeið á ensku, sem ætlað er að laða erlenda ferðamenn á Hvaleyrina. Meðal þeirra sem fram koma í myndskeiðinu er meistari Opna bandaríska í ár, Justin Rose, sem spilað hefir Hvaleyrina og segir hana algerlega einstæða, sem hún svo sannarlega er. Það var Nordic Video sem sá um gerð myndskeiðsins. Til þess að sjá kynningarmyndskeiðið um Hvaleyrina og Gollfklúbbinn Keili í Hafnarfirði  SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: James Alexander Barclay – 29. október 2013

James Alexander Barclay fæddist 29. október 1923 í Glasgow og hefði orðið 90 ára í dag en hann lést 3. desember 2011, 88 ára að aldri. Barclay var rannsóknarmaður og forstjóri í kanadíska olíubransanum, en einnig kylfingur og höfundur 626 bls. golfbókar, sem nefnist: Golf in Canada – A history, sem er yfirgripsmesta verk, um golf sem gefið hefir verið út í Kanada. Barclay hóf feril sinn með því að spila með járnum með valhnotu (hickory) sköftum í Skotlandi. Hann útskrifaðist í efnafræði frá Glasgow háskóla og vann stærstan part ævinnar í olíubransanum  og náði hæst að verða varaforstjóri olíufyrirtækis. Hann fluttist til Kanada 1968, en settist í helgan stein 1983 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2013 | 11:40

Steinberg segir Tiger að auglýsa Rolex fyrir framan Omega auglýsingar – Myndskeið

Svo virðist sem Mark Steinberg, umboðsmaður Tiger Woods, hafi gleymt að á golfvöllum er allt fullt af hljóðnemum. A.m.k. er ekki víst að hann hefði viðhaft orðin í meðfylgjandi myndskeiði þar sem  hann segir Tiger að ganga nú úr skugga um að vekja athygli á Rolex úri sínu fyrir framan allar Omega auglýsingarnar! Sjá má myndskeiðið af orðum Steinberg við Tiger með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2013 | 11:30

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og the Royals í 5. sæti eftir fyrri dag í N-Karólínu

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og golflið Queens háskólans, The Royals hófu keppni í gær á 2013 Rock Barn Intercollegiate, en mótið fer fram í Conover, Norður-Karólínu. Mótið er tveggja daga og verður lokahringurinn spilaður í dag.  Þátttakendur eru 75 frá 14 háskólum Íris Katla og The Royals eru í 5. sæti í liðakeppninni og þar telur skor Írisar Kötlu sem er á 3.-4. besta skori liðs síns. Í einstaklingskeppninni er Íris Katla í 39. sætinu á 82 höggum. Sjá má stöðuna eftir fyrri dag Rock Barn Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2013 | 11:00

GS: Einar Long og Þórir Gísla sigruðu á 3. móti Haustmótaraðar GS Bílahótel

Síðastliðinn laugardag, 26. október fór fram 3. mótið í Haustmótaröð GS og Bílahótel.  Þátttakendur voru 60 og létu þeir Leirulognið lítið á sig fá! Þar af voru 7 kvenkylfingar meðal keppenda, sem er gott hlutafall og sýnir að það er mýta að kvenkylfingum líki ekki að leika Leiruna.  Af konunum var Þórdís Geirsdóttir, GK á besta skorinu 12 yfir pari, 84 höggum og Heiðrún Harpa Gestsdóttir, GSE var með flesta punkta eða 33 punkta. Ekki voru veitt sérstök verðlaun í kvennaflokki. Verðlaun voru hins vegar veitt fyrir besta skor og 3 efstu sæti í punktakeppni með forgjöf í opnum flokki.  Á besta skorinu var Einar Long, GR og GHR, en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2013 | 08:00

Heimslistinn: Moore í 31. og Gonzo í 32. sæti!

Gonzo eða m.ö.o. Gonzalo Fdez-Castaño, sem sigraði á BMW Masters á Lake Malaren í Shanghaí, Kína, nú um helgina var fyrir mótið í 60. sæti heimslistans. Við sigurinn fer hann upp um hvorki fleiri né færri en 28 sæti og er nú kominn í 32. sætið! Ryan Moore, sem vann CIMB Classic nú um helgina er enn annar hástökkvari á heimslistanum; var fyrir helgi í 45. sæti heimslistans en er nú kominn upp um 14  í 31. sætið! Gary Woodland sem keppti í bráðabananum við Moore tók líka gott stökk upp heimslistann, en hann var fyrir CIMB Classic í 80. sæti heimslistans en er nú kominn upp í 53. sætið, Lesa meira