Hrafn Guðlaugsson. Mynd: Í einkaeigu.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2013 | 05:00

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn í 2. sæti eftir fyrri dag Red Hawk Classic!!!

Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 og Sigurður Björgvinsson, GK og golflið Faulkner, taka þátt í Red Hawk Classic mótinu, sem hófst í Lawrenceburg, Tennessee í gær.

Það er skemmst frá því að segja að golflið Faulkner er í 1. sæti og Hrafn á besta skori liðs síns eftir fyrri dag, auk þess em Hrafn er í 2. sæti í einstaklingskeppninni!!!! Stórglæsilegt hjá Hrafni!!!!

Hrafn lék á 2 undi pari, 69 höggum.

Sigurður var ekki að finna sig, lék á 3 yfir pari, 74 höggum og deilir 13. sætinu í mótinu og er á lakasta skori Faulkner og telur skor hans ekki eftir fyrri dag mótsins.

Sjá má stöðuna eftir fyrri dag Red Hawk Classic mótinu með því að SMELLA HÉR: