Ragnar Már Garðarsson, GKG, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki – 15. júní 2013 á Leirdalsvelli
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2013 | 04:30

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már í 3. sæti eftir fyrri dag Quail Valley mótsins!!!

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese hófu í gær keppni í Quail Valley Collegiate Invitational, en mótið fer fram  í Quail Valley golfklúbbnum á Vero Beach í Flórída.

Það er háskóli Ragnars, McNeese, sem er gestgjafi í mótinu, þó það sé haldið 900 mílur í suður frá skólanum, í Flórída, en mótið er síðasta mót skólans fyrir jól.

Ragnar Már lék fyrstu tvo hringina á 4 undir pari, 140 höggum (72 68).  Hann er á besta skori McNeese, liðs síns, sem er í 2.  í mótinu.

Ragnar Már er í 3. sæti í einstaklingskeppninni, 5 höggum á eftir forystumanni mótsins Charlie McNeal í Louisiana Monroe háskólanum, sem er í 1. sæti í liðakeppninni.  Stórglæsilegur árangur þetta hjá Ragnari Má!!!  Gaman að sjá hvernig spilast á lokahringnum í dag.

Fylgjast má með gengi Ragnars Más og félaga hans í mótinu með því að SMELLA HÉR: