Sólarlag á Hvaleyrinni, en Hvaleyrin er uppáhaldsgolfvöllur Jóhannesar. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2013 | 20:00

GK: Glæsilegt kynningarmyndskeið Keilis

Golfklúbburinn Keilir hefir látið gera glæsilegt kynningarmyndskeið á ensku, sem ætlað er að laða erlenda ferðamenn á Hvaleyrina.

Meðal þeirra sem fram koma í myndskeiðinu er meistari Opna bandaríska í ár, Justin Rose, sem spilað hefir Hvaleyrina og segir hana algerlega einstæða, sem hún svo sannarlega er.

Það var Nordic Video sem sá um gerð myndskeiðsins.

Til þess að sjá kynningarmyndskeiðið um Hvaleyrina og Gollfklúbbinn Keili í Hafnarfirði  SMELLIÐ HÉR: