Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2013 | 08:00

Heimslistinn: Moore í 31. og Gonzo í 32. sæti!

Gonzo eða m.ö.o. Gonzalo Fdez-Castaño, sem sigraði á BMW Masters á Lake Malaren í Shanghaí, Kína, nú um helgina var fyrir mótið í 60. sæti heimslistans. Við sigurinn fer hann upp um hvorki fleiri né færri en 28 sæti og er nú kominn í 32. sætið!

Ryan Moore, sem vann CIMB Classic nú um helgina er enn annar hástökkvari á heimslistanum; var fyrir helgi í 45. sæti heimslistans en er nú kominn upp um 14  í 31. sætið!

Gary Woodland sem keppti í bráðabananum við Moore tók líka gott stökk upp heimslistann, en hann var fyrir CIMB Classic í 80. sæti heimslistans en er nú kominn upp í 53. sætið,  m.ö.o. fer upp um heil 27 sæti!!!

Til þess að sjá heimslistann í heild SMELLIÐ HÉR: 

Efstu 30 á heimslistanum eru eftirfarandi:

1. Tiger Woods, Bandaríkin 12.56 stig

2. Adam Scott, Ástralía 8.94 stig

3. Phil Mickelson, Bandaríkin 8.06 stig

4. Henrik Stenson, Svíþjóð 8.02 stig

5. Justin Rose, England 7.32 stig

6. Rory McIlroy, Norður-Írlandi 6.81 stig

7. Steve Stricker, Bandaríkin 6.47 stig

8. Matt Kuchar, Bandaríkin 6.40 stig

9. Brandt Snedeker, Bandaríkin 6.15 stig

10. Jason Dufner, Bandaríkin 5.71 stig

11. Zach Johnson, Bandaríkin 5.22 stig

12. Graeme McDowell, Norður-Írland 5.03 stig

13. Jim Furyk, Bandaríkin 5.01 stig

14. Luke Donald, England 4.90 stig

15. Keegan Bradley, Bandaríkin 4.87 stig

16. Webb Simpson, Bandaríkin 4.71 stig

17. Jason Day, Ástralía 4.70 stig

18. Charl Schwartzel, Suður-Afríka 4.47 stig

19. Sergio Garcia, Spánn 4.36 stig

20. Jordan Spieth, Bandaríkin, 4,26 stig

21. Lee Westwood, England, 4,19 stig

22. Ian Poulter, England 4,09 stig

23. Dustin Johnson, Bandaríkin 4,08

24. Ernie Els, Suður-Afríka 4,04 stig

25. Bill Haas, Bandaríkin, 3,735

26. Hunter Mahan, Bandaríkin, 3,734

27. Nick Watney, Bandaríkin, 3,72

28. Hideki Matsuyama, Japan, 3,70

29. Bubba Watson, Bandaríkin, 3,66

30. Louis Oosthuizen, Suður-Afríka 3,51