Hrafn Guðlaugsson, GSE. Mynd: Faulkner
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2013 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn, Sigurður Gunnar og félagar luku leik í 1. sæti!!!

Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 og Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK og golflið Faulkner luku leik í gær í Red Hawk Classic mótinu, sem fram fór í Lawrenceburg, Tennessee dagana 28.-29. október 2013.

Það er skemmst frá því að segja að golflið Faulkner lauk keppni í 1. sæti og Hrafn var á besta skori liðs síns, auk þess em Hrafn lauk keppni í 2. sæti í einstaklingskeppninni!!!! Stórglæsilegt hjá Hrafni!!!!

Hrafn lék á samtals 2 undir pari, 140 höggum (69 71).

Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK. Mynd: Golf1.is

Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK. Mynd: Golf1.is

Sigurður Gunnar bætti sig seinni daginn, fór úr 13. sætinu sem hann var í, í einstaklingskeppninni fyrri daginn, í 11. sætið.

Sigurður lék á samtals 5 yfir pari, 147 höggum (74 73) og var á 4. besta skori Faulkner þannig að skor hans taldi í 1. sætis árangri liðsins!!!

Þetta er síðasta golfmót Faulkner fyrir jól, en ekki er komin upp dagskrá yfir mót eftir jól, en Golf 1 mun eftir sem áður fylgjast náið með Hrafni og Sigurði, enda alltaf skemmtilegt að sjá þegar löndum okkar gengur vel erlendis!

Sjá má lokastöðuna á Red Hawk Classic mótinu með því að SMELLA HÉR: