Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2013 | 08:45

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og The Royals luku leik í 9. sæti

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og golflið Queens háskólans, The Royals luku í gær leik á 2013 Rock Barn Intercollegiate.

Mótið var tveggja daga og fór fram 28.-29. október 2013.  Það var í boði Lenoir-Rhyne háskólans í  Conover , Norður-Karólínu.

Þátttakendur voru 75 frá 14 háskólum.

Íris Katla og The Royals luku leik í 9. sæti í liðakeppninni og þar taldi skor Írisar Kötlu sem var á 2. besta skori liðs síns.

Í einstaklingskeppninni lauk Íris Katla keppni í 43. sætinu, á samtals 163 höggum (82 81).

Næsta mót Írisar Kötlu og The Royals er á afmælisdegi hennar 10. febrúar í Jacksonville, Flórída á næsta ári, 2014.

Til að sjá lokastöðuna á 2013 Rock Barn Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: