Ragnar Már Garðarsson, GKG, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki – 15. júní 2013 á Leirdalsvelli
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2013 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már lauk leik í 9. sæti í Flórída

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese luku í gær keppni í Quail Valley Collegiate Invitational, en mótið fór fram  í Quail Valley golfklúbbnum á Vero Beach í Flórída.

Það var háskóli Ragnars, McNeese, sem var gestgjafi í mótinu, þó það væri haldið 900 mílur í suður frá skólanum, í Flórída, en mótið var síðasta mót skólans fyrir jól.

Ragnar Már lék samtals á 1 yfir pari, 217 höggum (72 68 77).  Hann var á 3. besta skori McNeese, liðs síns, sem varð í 2. sæti í liðakeppninni!!!

Nú taka við próf hjá Ragnari Má í McNeese og vonandi golf inn á milli!!!

Til þess að sjá lokastöðuna í Quail Valley Collegiate Invitational  SMELLIÐ HÉR: