Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2013 | 07:00

Kylfusveinar stofna samtök

Þegar lesin er frétt hér á Golf 1 um illa meðferð á kylfusveinum er ekki furða að þeir skulu nú hafa stofnað með sér alþjóðleg samtök.

Hér er um að ræða samtök kylfusveina stærstu atvinnumótaraða heims (en heiti nýju samtakanna verður að öllum líkindum Association of Professional Tour Caddies (skammst. APTC)).

Miðað er við að innan vébanda samtakanna séu kylfusveinar PGA Tour, Web.com, Champions Tour, Evrópumótaraðarinnar og kylfusveinar Ástralíu/Asíu mótaröðinni verða einnig með í ráðum.

Golf Channel greindi frá því að kylfusveinar hefðu farið yfir stöðuna ásamt lögfræðingum sínum um hvernig koma ætti samtökunum á flot.

Í því sambandi hefði verið komið á laggirnar 7 manna nefnd, en í henni á m.a. Joe LaCava, kylfusveinn Tiger sæti.

Helstu baráttumál kylfusveina eru tryggingamál og stofnun eftirlaunasjóðar.