Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2013 | 08:00

Steve Williams hættir 2014

Enn meir af kylfusveinum. Einn frægasti kylfusveinn allra tíma, Steve Williams, frá Nýja-Sjálandi, sem lengi vel var kylfusveinn Tiger og er nú kylfusveinn nr. 2 á heimslistanum (Adam Scott) hefir gefið út að hann muni líklega hætta kylfusveinsstarfi sínu á næsta ári, 2014.  A.m.k. ætlar hann sér ekki að starfa við það á fullu lengur.

Williams hefir nú verið kylfusveinn í 35 ár.

„Á næsta ári verða árin orðin 36,“ sagði Williams m.a. á blaðamannafundi í aðdraganda PGA Australia, en á því Gullstrandarmóti er hann nú ásamt Scott.

„Mér líkar vel við töluna 36, það er golftala (tveir hringir eru 36 holur og flestir hálfir hringir eru par-36).

Aðspurður um hvort hann ætlaði e.t.v. að fara að draga fyrir Lydiu Ko, eins þekktasta ný-sjálenska kylfingsins um þessar mundir svaraði Williams neitandi og sagði hana ekki í neinum vandræðum, kylfusveinarnir féllu hvort eð er um hverja aðra til þess að mega draga fyrir hana.