Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2013 | 04:00

PGA: McNeill leiðir á 1. degi McGladrey Classic sem var frestað vegna myrkurs

Þegar leik á 1. hring The McGladrey Classic mótsins, sem hófst í nótt í  Sea Island Golf Club, í Georgiu, var frestað vegna myrkurs,  var það George McNeill, sem leiddi á 8 undir pari, (með 2 holur óspilaðar) og með 1 höggs forystu á næstu menn.

Í 2. sæti, sem stendur, eru bandarísku kylfingarnir Brian Gay og Briny Baird á 7 undir pari, 63 höggum, en báðir hafa lokið hringjum sínum.

Reyndar tókst Brian Gay að ná sér í hænublund vegna þykkrar þoku, sem olli því að fresta varð mótinu, en Gay var hálfslappur eftir að hafa flogið hálfan hring í kringum heiminn frá Shanghai til þess að geta tekið þátt í mótinu í Georgiu.

Gay var þó með næga orku til þess að ná 8 fuglum (og að vísu 1 skolla) í hring upp á 7 undir pari, 63 högg. „Ég var virkilega þreyttur“ sagði Gay ánægður með 1. hring sinn í McGladreys mótinu.

Til þess að sjá stöðuna á McGladrey mótinu eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á McGladrey mótinu SMELLIÐ HÉR: