Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2013 | 10:30

LPGA: Oyama efst eftir 1. dag Mizuno Classic

Í nótt hófst í Japan, nánar tiltekið á Kintetsu Kashikojima vellinum í Shima-Shi, Mie, Mizuno Classic mótið.

Eftir 1. dag er það heimakonan Shiho Oyama sem leiðir á 4 undir pari, 68 höggum. Oyama er 43 ára, fædd 31. desember 1969 og er því að spila við margar sér allt að helmingi yngri samkeppendur. Oyama gerðist atvinnumaður árið 2000 og hefir á ferli sínum unnið sér inn $234,170.

Í 2. sæti, 1 höggi á eftir eru eftirfarandi kylfingar:  þær Hee-Won Han, Eun-bi Jang , Na-Ri LeeJiyai Shin og Chella Choi frá Suður-Kóreu, Pernilla Lindberg frá Svíþjóð,  Brittany Lincicome frá Bandaríkjunum og síðan tvær heimakonur frá Japan: Kaori Nakamura og Junko Omote.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Mizuno Classic SMELLIÐ HÉR: