Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2013 | 10:30

PGA: English og Karlson leiða eftir 3. dag á OHL Classic

Það eru Robert Karlson og Harris English sem eru í toppsætinu eftir 3. dag á OHL Classic at Mayacoba mótinu í Mexíkó.

Báðir eru þeir búnir að spila á 15 undir pari, en eiga 11 holur eftir óspilaðar, en miklar tafir hafa orðið í mótinu vegna rigningaúrhellis.

Þriðja sætinu deila Rory Sabbatini og Kevin Stadler á samtals 12 undir pari, hvor, en báðir eiga líka eftir að spila 10 (Sabbatini) og 12 (Stadler) holur.

Fimmsta sætinu deila síðan, eins og er,  spænska sleggjan Alvaro Quiros, Chris Stroud og Jason Bohn.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á OHL Classic at Mayacob SMELLIРHÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á OHL Classic at Mayacob SMELLIРHÉR: