Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2013 | 14:45

Evróputúrinn: Stenson enn efstur fyrir lokahringinn í Dubaí

Henrik Stenson er enn efstur fyrir lokahring DP World Tour Championship í Dubaí.

Stenson er búinn að spila á samtals 17 undir pari, 199 höggum (68 64 67).

Forysta Stenson er naum því strax í 2. sæti er sigurvegarinn franski í Turkish Airlines Open, Victor Dubuisson, sem oft er kallaður „Mozart“ vegna fallegrar sveiflu sinnar er aðeins 1 höggi á eftir.

Dubuisson hefir leikið á samtals 16 undir pari, 200 höggum (71 66 64) og spilar stöðugt betra golf.  Stendur Dubuisson uppi sem sigurvegari annað mótið á Evrópumótaröðinni í röð?

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag DP World Tour Championship  SMELLIÐ HÉR: