Geoff Ogilvy
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2013 | 15:30

Ogilvy lækkaði skor með því að skipta um pútter

Ástralski kylfingurinn Geoff Ogilvy hefir ekki verið mikið í golffréttum undanfarið, en hann hefir verið í golflegri lægð undanfarin 3 ár.

Sjálfstraust hans er þó hægt og bítandi að koma aftur.  Ogilvy tekur sem stendur þátt í Australian Masters og er T-10, 11 höggum á eftir Adam Scott og ólíklegt að hann nái honum.

Í miðri keppni gerði hann samt nokkuð sem er fremur óhefðbundið fyrir atvinnukylfinga, hann skipti um pútter…. en það hefir verið til góðs fyrir hann því fyrstu 2 dagana spilaði hann á 71 og 72 höggum en í dag var skorið með nýja pútternum upp á 67 högg!!!

Fyrrum nr. 3 á heimslistanum (sem nú er nr. 120 á heimslistanum) og sigurvegari á Opna bandaríska 2006 (Geoff Ogilvy) var að vonum ánægður með nýja pútterinn sinn.   Hann sagði a.m.k. að munur á skorunum fyrstu 2 dagana og skorinu í dag skýrðist af ólíkum pútterum!!!

Vonandi að Ogilvy sé að koma aftur!!!