Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2013 | 09:45

LPGA: Lexi leiðir eftir 3.hring í Mexíkó

Það er Lexi Thompson, sem leiðir eftir 3. dag á Lorenu Ochoa Invitational í Mexíkó eftir 3. mótsdag.

Lexi er búin að spila á samtals 13 undir pari, 203 höggum (72 64 67).

Forysta Lexi í naum því aðeins 1 höggi á eftir henni er IK Kim frá Suður-Kóreu á samtals 12 undir pari, 204 höggum (70 67 67).

Í 3. sæti er síðan nr. 3 á Rolex-heimslistanum, Stacy Lewis á samtals 11 undir pari, 205 höggum.

Það stefnir því í æsispennandi lokahring hjá stelpunum!

Til þess að sjá stöðuna á Lorenu Ochola Invitational mótinu eftir 3. dag í Guadalajara CC, Mexíkó  SMELLIÐ HÉR: