Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2013 | 09:30

Glæsileg titilvörn hjá Adam Scott

Nr. 2 á heimslistanum Adam Scott er aldeilis að gera góða hluti heima í Ástralíu.

Hann hafði þar til í ár aldrei sigrað á PGA Australian mótinu, sem hann vann síðustu helgi og nú varði hann titil sinn Australian Masters.

Hann er semsagt búinn að vinna tvö mót í röð og mótið sem hann vann nú í morgun er hann búinn að sigra á tvö ár í röð.

En sigurinn var síður en svo gefinn. Nr. 8 á heimslistanum, bandaríski kylfingurinn Matt Kuchar, sem einnig tók þátt í mótinu veitt Scott mikla keppni lokahringinn. Reyndar var Kuchar yfir þegar 4 holur voru eftir en þegar kom að lokaholunni voru þeir Kuchar og Scott jafnir.

Því miður átti Kuchar í erfiðleikum á lokaholunni, setti bolta sinn í glompu, sem hann þurfti að nota 2 högg á til að ná upp úr – lokaskorið hans 68 en það dugði ekki gegn Scott, sem þó átti lakari lokahring upp á 71  högg.

Samtals lék Scott á 14 undir pari, 220 höggum (67 66 66 71) meðan Kuchar, sem varð í 2. sæti lék á 12 undir pari, 222 höggum (71 66 67 68).

Í 3. sæti varð hinn fimmtugi Vijay Singh á samtals 10 undir pari, 274 höggum (72 68 63 71).

Forystumaður 1. dags, heimamaðurinn Nick Cullen varð í 1. sæti á samtals 9 undir pari og síðan deildu tveir aðrir heimamenn Ryan Fox og Matthew Griffin 5. sætinu á samtals 6 undir pari.

Sex kylfingar deildu síðan 7. sætinu á samtals 5 undir pari, hver, en þeirra á meðal voru Geoff Ogilvy með nýja pútterinn og nýliði Alþjóðaliðsins, Zimbabwemaðurinn Brendon de Jonge.

Jarrod Lyle sem nú er að spila í 1. sinn eftir að hafa náð sér eftir erfiða baráttu við krabbamein varð í deildi 57. sætinu, þ.e. varð meðal neðstu sem komust í gegnum niðurskurð  – en hann er bara ánægður að vera farinn að keppa aftur og í raun glæsilegt að komast í gegnum niðurskurð eftir svo langa fjarveru!

Skemmtilegt mót að baki í Ástralíu og aðeins ástralska meistaramótið framundan og gaman að sjá hvort Adam Scott tekur þrennu!!!

Til þess að sjá lokastöðuna á Australian Masters SMELLIÐ HÉR: