Svikari golfvara dæmdur
Enskur svikari sem sveik tvo aðila um annars vegar um £900 (180.000 ísl. kr.) og £350 (70.000 ísl. kr.) með því að selja þeim golfkylfur og golfföt, sem hann hafði aldrei í hyggju að afhenda, enda ekki til staðar, hlaut dóm í Oxford Crown Court. Fyrir dómi viðurkenndi Alan Wayte, frá Glebe Rise, King’s Sutton, sem er nálægt Banbury, að hafa svikið Grant Funnell og Mark Millar um £1,250 (samtals kr. 250.000 ísl. kr.) á árunum 2010 og 2011. Timothy Boswell, saksóknari sagði m.a. fyrir Oxford Crown Court að fórnarlömb Wayte’s hefðu yfirfært fé sem þau hefðu sparað yfir til hans og hann hefði aldrei haft neinn ásetning til að Lesa meira
AT&T framlengir styrktarsamning við Pebble Beach Pro Am
PGA Tour, the Monterey Peninsula Foundation og AT&T tilkynntu í gær að AT&T hefði framlengt samning um styrk til AT&T Pebble Beach National Pro-Am til ársins 2024. AT&T hefir verið aðalstyrktaraðili mótsins frá árinu 1986. Aðeins eitt annað mót á PGA Tour er með styrktarsamning sem hefir verið til lengri tíma „Við erum stolt af því að halda áfram skuldbindingu okkar við AT&T Pebble Beach National Pro-Am’ næstu 10 ár,“ sagði Cathy Coughlin, í alþjóðamarkaðsdeild AT&T , sem jafnframt er varaforseti fyrirtækisins. „Þetta er frábært mót fyrir samfélagið, viðskiptavini okkar og vörumerki okkar.“ Frá því að mótið var fyrst haldið árið 1937 hafa $110 milljóna bandaríkjadala safnast til góðgerðarmála. „Við erum Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Adam Gee (2/27)
Adam Gee er einn 6 stráka sem rétt komust inn á Evrópumótaröðina af lokaúrtökumóti Q-school í Girona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember s.l.,þ.e. varð í 22.-27. sætinu. Lokaskor Gee var samtals 9 undir pari, 419 högg (66 70 71 69 69 74) og hlaut hann að launum € 1.937,- Adam Gee fæddist 22. október 1980 í Carshalton, Englandi og er því 33 ára. Gee byrjaði fremur seint í golfi (miðað við afrekskylfinga) þ.e. var orðinn 15 ára þegar hann tók fyrstu skref sín í golfinu. Þrátt fyrir það komst hann nokkrum árum síðar á golfskólastyrk inn í University of North Carolina í Wilmington og spilaði 4 ár í bandaríska háskólagolfinu. Lesa meira
Caroline fylgist með sigurlausum Rory í Dubaí
Þessi frétt er í raun ekki frétt ekki skrifuð vegna fréttarinnar – mun heldur til þess að birta mynd af Caroline Wozniacki þar sem hún er í áhorfendastúkunni á golfvelli Jumeirah golfstaðarins að fylgjast með Rory McIlroy, kærastanum sínum á lokahring DP World Tour Championship. En það var ekki eins gaman í þetta sinn og í fyrra þegar Rory vann í mótinu í fyrra og varð efstur á peningalistum beggja vegna Atlantsála. Nú var Caro hálffalin bakvið stór svört gleraugu. Rory lauk keppni í mótinu T-5 þ.e. deildi 5. sæti með þeim Lee Westwood og Luke Donald. Lokahringur Rory var nokkuð góður 5 undir pari, 67 högg, en hann var Lesa meira
Birgir Leifur hefur leik á úrtökumóti fyrir Web.com á morgun
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefur leik á morgun á II. stigi úrtökumóts fyrir Web.com mótaröðina. Leikið er á Southern Hills Plantation vellinum í Flórída, dagana 19.-22. nóvember, en alls eru mótin á II. stig, sex. Birgir Leifur á rástíma kl. 9:03 að staðartíma (sem er kl. 14:03 að okkar tíma hér heima á Íslandi. Keppendur í móti Birgis eru 78 og er ekki vitað á þessari stundu hversu margir komast áfram á næsta stig. Margir þrælsterkir keppendur eru á þessu stigi úrtökumótsins m.a. Indverjinn Arjun Atwal, Wales-verjinn Rhys Davies og Bandaríkjamaðurinn Frank Lickliter, 44 ára, sem m.a. vann 2 mót á PGA Tour 2001 og 2003 og á m.a. T-4 árangur á Lesa meira
LPGA: Inbee Park leikmaður ársins!
Nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Inbee Park, varð í gær fyrsti kylfingurinn frá Suður-Kóreu til þess að verða leikmaður ársins á LPGA. Hún varð í 4. sæti á Lorena Ochoa Invitational og er með nóg af stigum til þess að spila áhyggjulaust á móti vikunnar á LPGA, CME Group Titleholders. Titillinn Leikmaður ársins á LPGA er í höfn hjá Inbee. „Ég sagði allt árið að það ættu 2-3 stúlkur þegar að hafa unnið titilinn en engin náði því,“ sagði Park. „Það er bara virkilega erfitt að trúa þessu og ég er bara býsna heppin að hafa unnið.“ Park, 25 ára, vann 6 sinnum á árinu 2013 og varð sú fyrsta í Lesa meira
Fréttamaður líkir Tiger við ísbjörn
Hér að neðan gefur að líta nokkuð sérstakt myndskeið þar sem tekin eru viðtöl við tvo fréttamenn sem fylgja Tiger hvert fótmál. Sá sem tekur viðtalið við fréttamennina hefur myndskeiðið á því að spyrja annan fréttamanninn hvernig það sé að fylgjast með Tiger Woods sirkusnum? Fréttamaðurinn er fljótur að slá á að um sirkus sé að ræða, það séu meira forréttindi að fá að fylgjast með Tiger og síðar í viðtalinu segir hann að sama hvaða álit menn hafi á Tiger þá sé hann hjartsláttur golfsins – kylfingur þessarar kynslóðar. Hann lýsir líka hæfileika Tiger að útiloka allt og alla í kringum sig og ofureinbeitingunni sem hann hefir. Hinn fréttamaðurinn Lesa meira
Evróputúrinn: Uihlein nýliði ársins!
Á fyrsta keppnistímabilli Peter Uihlein á Evrópumótaröðinni vann hann Madeira Islands Open og varð í 14. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar, Race to Dubai. Uihlein, sem er 24 ára, er fyrsti Bandaríkjamaðurinn til þess að sigra Sir Henry Cotton nýliðaverðlaunin. Þar með er hann kominn í hóp manna á borð við Nick Faldo, José María Olazábal, Colin Montgomerie og Martin Kaymer. Uihlein sagði m.a.: „Það er heiður að vinna Sir Henry Cotton nýliðaverðlaunin.“ „Ég bjóst ekki við því en þetta hefir verið frábært ár og ég er mjög ánægður. Ég hugsa að ég sá fyrsti sem ekki er frá Evrópu sem vinnur nýliðaverðlaun Evrópumótaraðarinnar, þannig að það er mikill heiður. Í hvert sinn sem Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Valgarður M. Pétursson – 18. nóvember 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Valgarður M. Pétursson. Valgarður er fæddur 18. nóvember 1963 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Valgarður er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS) og hefir verið duglegur að taka þátt í opnum mótum. T.a.m. spilaði hann í Marsmóti GSG nú í ár og stóð sig vel! Valgarður er með 16,7 í forgjöf. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Marga Stubblefield, 18. nóvember 1951 (62 ára); Jill Briles-Hinton, 18. nóvember 1962 (51 árs); Sandra Carlborg, 18. nóvember 1983 (30 ára stórafmæli!!! sænsk – spilar á LET) ….. og ….. Svala Ólafsdóttir (46 ára) Josef Olasson (52 ára) Þorgerður Jóhannsdóttir (58 ára) Guðni Sumarliðason (22 ára) Golf 1 óskar öllum kylfingum Lesa meira
Rolex-heimslistinn: Lexi á topp-10
Lexi Thompson, 18 ára, er nú komin í hóp 10 bestu kvenkylfinga heims en hún hækkaði um 4 sæti á heimslistanum fór úr 14. sæti í 10. sætið vegna sigurs síns á Lorena Ochoa Invitational mótinu í Mexíkó, í gær. Þetta er það hæsta sem Lexi hefir komist á Rolex-heimslistanum til þessa. So Yeon Ryu, sem var í 3. sæti á Lorenu Ochoa mótinu er nú komin í 4. sæti Rolex-heimslistans – hefir sætaskipti við hina ungu nýsjálensku Lydiu Ko, sem dottin er niður í 5. sætið. Annars er staða efstu 10 á Rolex-heimslista kvenkylfinga eftirfarandi: 1. sæti Inbee Park 11,77 stig 2. sæti Suzann Pettersen 11,37 stig 3. sæti Lesa meira










