
Svikari golfvara dæmdur
Enskur svikari sem sveik tvo aðila um annars vegar um £900 (180.000 ísl. kr.) og £350 (70.000 ísl. kr.) með því að selja þeim golfkylfur og golfföt, sem hann hafði aldrei í hyggju að afhenda, enda ekki til staðar, hlaut dóm í Oxford Crown Court.
Fyrir dómi viðurkenndi Alan Wayte, frá Glebe Rise, King’s Sutton, sem er nálægt Banbury, að hafa svikið Grant Funnell og Mark Millar um £1,250 (samtals kr. 250.000 ísl. kr.) á árunum 2010 og 2011.
Timothy Boswell, saksóknari sagði m.a. fyrir Oxford Crown Court að fórnarlömb Wayte’s hefðu yfirfært fé sem þau hefðu sparað yfir til hans og hann hefði aldrei haft neinn ásetning til að afhenda þeim golfvörurnar.
Wayte hefir þegar afplánað dóm í fangelsi í Northampton 1997, fyrir samskonar misnotkun á trúnaðartrausti viðskiptavina sinna.
Varnarlögmaðurinn Stephen Parker, sagði m.a.: „Þegar hr. Wayte á í fjárhagslegum erfiðleikum, þá hegðar hann sér með þessum hætti.“
Meðal þess sem dómarinn með fyndna nafnið Pringle sagði við sakborninginn var: „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þú hefir svikið fólk,“
Wayte komst í þetta sinn hjá fangelsisdóm er var dæmdur til að endurgreiða sóknaraðilunum báðum það fé sem þeir höfðu fengið honum, kr. 250.000,- með vöxtum.
Þessu máli svipar til máls frá október 2009 þegar maður var dæmdur fyrir að selja falsaðar Titleist vörur á vefsíðunni eBay.
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022