7. flötin á par-3 brautinni á Pebble Beach Golf Links – ein mest ljósmyndaða par-3 braut í heimi. – Einn ppáhaldsgolfvöllur Úlfars erlendis
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2013 | 08:30

AT&T framlengir styrktarsamning við Pebble Beach Pro Am

PGA Tour, the Monterey Peninsula Foundation og AT&T tilkynntu í gær að  AT&T hefði framlengt samning um styrk til  AT&T Pebble Beach National Pro-Am til ársins 2024.

AT&T hefir verið aðalstyrktaraðili mótsins frá árinu 1986. Aðeins eitt annað mót á PGA Tour er með styrktarsamning sem hefir verið til lengri tíma

„Við erum stolt af því að halda áfram skuldbindingu okkar við  AT&T Pebble Beach National Pro-Am’ næstu 10 ár,“ sagði Cathy Coughlin, í alþjóðamarkaðsdeild AT&T , sem jafnframt er varaforseti fyrirtækisins.  „Þetta er frábært mót fyrir samfélagið, viðskiptavini okkar og vörumerki okkar.“

Frá því að mótið var fyrst haldið árið 1937 hafa  $110 milljóna bandaríkjadala safnast til góðgerðarmála.

„Við erum ánægð að tilkynna um þessa 10 ára framlengingu á AT&T samningnum, en styrkur þeirra hefir leikið stórt hlutverk í vexti og áhrifum  AT&T Pebble Beach National Pro-Am,“ sagði framkvæmdastjóri PGA Tour,  Tim Finchem, m.a. við þetta tækifæri.“

AT&T Pro-Am mun fara fram. 3-9. febrúar 2014.

Heimild: Monterey County Herald